Erlent

Yfir þrjátíu falla í Írak

Að minnsta losti 30 manns féllu og um fjörtíu manns særðust þegar bílsprengja sprakk suður af Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Sprengjan sprakk í þann mund sem bílalest frá Bandaríkjaher fór fram hjá sjúkrahúsi í borginni. Ekki er vitað hvort bandarískir hermenn eru meðal þeirra sem létu lífið í sprengingunni. Sprengingum fjölgar sífellt í landinu en í gær féllu þrír bandarískir í tveimur árásum á bílalestir í Bagdad. Yfir tvö þúsund og eitt hundrað bandarískir hermenn hafa því fallið frá því Bandaríkjamenn ruddust inn í Írak árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×