Erlent

Fjórum vestrænum hjálparstarfsmönnum rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu fjórum vestrænum hjálparstarfsmönnum á laugardaginn. Tveir mannanna eru frá Kanada og einn frá Bretlandi. Talið er að sá fjórði sé Bandaríkjamaður, en það hefur ekki verið staðfest. Ekki er vitað hvar mennirnir fjórir eru niðurkomnir, né hvort mannræningjarnir hafa sett einhver skilyrði fyrir því að þeim verði sleppt. Stjórnvöld í Kanada gáfu fyrir nokkru út fyrirmæli til íbúa landsins um að fara alls ekki til Íraks á meðan ástandið þar er jafn ótryggt og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×