Erlent

Bylting á breskri drykkjumenningu

Bylting hefur orðið á breskri drykkjumenningu. Deilt er um það hvort hún sé til góðs eða ills. Framvegis er stöðum sem selja áfengi heimilt að selja það hvenær sem er dagsins og þess vegna að hafa opið allan sólarhringinn.

Breskir pöbbar selja ógrynni af bjór en venjulega ekki fram eftir allri nóttu. En nú hafa gengið í gildi mestu breytingar á ensku áfengislöggjöfinni í hálfa öld sem þýðir að pöbbar, barir, klúbbar og verslanir mega selja áfengi þegar þeim hentar, að fengnu leyfi. Þetta hefur vakið ánægju bjórunnenda og drykkjurúta en ótta annarra, t.a.m. lögreglu og heilbrigðissérfræðinga, sem telja líklegt að almenn drykkja aukist og því fylgi ölvun á almannafæri og aukið ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×