Erlent

Vaknaði aftur á upphafsstað

Rørvik-viti. Leið sofandi Norðmannsins lá yfir þennan vita norðan við Þrándheim.
Rørvik-viti. Leið sofandi Norðmannsins lá yfir þennan vita norðan við Þrándheim.

Það gerist ósjaldan að flugfarþegar taki sér blund á meðan á ferðinni stendur. En það hendir fáa það sem kom fyrir Norðmanninn Tor Martin Johansen. Hann var á leið með innanlandsflugi frá Þrándheimi heim til Namsóss í norðanverðum Þrændalögum.

Vélin millilenti í Rørvik. Hann sofnaði fljótlega eftir flugtak og þegar hann vaknaði aftur var hann kominn aftur til Þrándheims. Flugfélagið gaf Johansen nýjan miða heim til Namsóss og lýsti því yfir að farþegar sem sofnuðu um borð myndu framvegis geta treyst því að vera vaktir á áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×