Erlent

Hollendingar krefja Bandaríkjastjórn svara

Rúmenskir embættismenn hafa neitað sögusögnum um að Mihail Kogalniceanu herflugstöðin fyrrverandi hafi verið notuð sem leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar CIA.
Rúmenskir embættismenn hafa neitað sögusögnum um að Mihail Kogalniceanu herflugstöðin fyrrverandi hafi verið notuð sem leynifangelsi bandarísku leyniþjónustunnar CIA. MYND/AP

Hollensk stjórnvöld segja að Bandaríkjamenn verði að greina frá staðsetningu og starfsemi leynifangelsa í Austur Evrópu. Ben Bot, utanríkisráðherra Hollands segir að framlag Hollendinga til hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna verði endurskoðað ef ekki verði greint frá starfseminni hið fyrsta.

Bot vildi þó ekki gefa upp hvort eða hvenær Hollendingar myndu hætta hernaðarlegu samstarfi sínu við Bandaríkin ef í hart færi. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rúmeníu fullyrðir að leynifangelsi hafi verið til staðar í landinu, en búið sé að afmá öll ummerki um þau. Pólsk stjórnvöld hafa hafið opinbera rannsókn á því hvort slík fangelsi séu til staðar þar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×