Fleiri fréttir

Boðað til kosninga á Grænlandi

Hans Enoksen, forsætisráðherra grænlensku landsstjórnarinnar, boðaði í morgun til kosninga í landinu þann 22. nóvember næstkomandi eftir að viðræður stjórnarflokkanna um fjárlög sigldu í strand. Síúmútflokkur Enoksens og samstarfsflokkur hans í landsstjórninni, Inúítaflokkurinn, hafa deilt hart undanfarna mánuði eftir að upp komst að tveir ráðherrar í Síúmútflokknum hefðu misnotað almannafé.

Átta saknað eftir slys við Síberíu

Óttast er að átta manns hafi farist þegar yfirhlaðið fraktskip sökk undan ströndum Síberíu í Rússlandi í morgun. Um fimmtán manns voru um borð í skipinu þegar óhappið varð og í kringum 80 tonn af ýmsum varningi, en skipið hafði einungis heimild til að hafa um þrjátíu tonna farm. Mjög slæmt veður var á svæðinu þegar skipið sökk.

Hræðsluáróður síðustu dagana

Hræðsluáróður er það sem gildir síðustu dagana fyrir kosningar í Þýskalandi. Kosningabaráttunni lýkur formlega í dag með harðorðum yfirlýsingum um heimsendaáform keppinautanna.

Hlé verði gert á kjarnorkuviðræðum

Hlé verður gert á morgun á viðræðum Norður-Kóreu við Rússa, Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn, Kínverja og Japana um að Norður-Kórea láti af kjarnorkuáætlunum sínum ef ekki tekst að ná samkomulagi nú með kvöldinu. Fundir hafa staðið á milli þjóðanna hátt á annan mánuð og lítið hefur þokast í samningsátt.

Enn ein mannskæð árás í Írak

Ellefu létust og 24 særðust þegar sjálfsmorðssprengjuárásarmaður sprengdi sig í loft upp fyrir utan mosku sjíta í bæ norður af Bagdad. Fjöldi fólks var á leið úr moskunni eftir föstudagsbæn þegar árásin var gerð, en hún er sú nýjasta í hrinu árása sem gerðar hafa verið í Írak síðustu daga.

Rannsaka hús vegna hryðjuverka

Lögreglumenn í borginni Leeds á Englandi rannsaka nú tvær verslanir og eina íbúð í tenglsum við hryðjuverkin 7. júlí. Verslunirnar og íbúðin eru í nágrenni heimila þriggja sprengjumannanna. Nágrannar segja að einn verslunareigandinn hafi verið handtekinn og yfirheyrður á lögreglustöð en síðan sleppt. Rannsókn hryðjuverkanna er að sögn Scotland Yard langt á veg komin. 52 létust í London þann 7. júlí.

Hnattrænni hlýnun ekki snúið við

Vísindamenn óttast nú að svo mikið af ísnum á norðurpólnum hafi bráðnað að hnattrænni hlýnun verði ekki snúið við. Frá þessu er greint í breska blaðinu <em>Independent</em> í dag. Við gervihnattarmælingar á umfangi íssins í lok ágúst kom í ljós að umfang heimskautaíssins hefur aldrei verið minna og sú bráðnun sem varð í mánuðinum á sér ekki fordæmi í hundruð ef ekki þúsund ár.

Fengu samanlagt 67 ár fyrir rán

Mennirnir sem reyndu stærsta rán í sögu Bretlands voru í dag dæmdir til samanlagt 67 ára fangelsisvistar. Mennirnir reyndu að ræna gullstöngum, sem metnar eru á 3,7 milljarða króna, úr geymslu á Heathrow-flugvelli. Ræningjarnir voru handteknir þegar þeir hlóðu gullinu í sendibíl. Níu tóku þátt í ráninu. Átta þeirra voru dæmdir í dag en einn hefur aldrei náðst.

40 þúsund krónur á mann

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað opinberu fé til uppbyggingar í New Orleans og víðar eftir skemmdirnar í kjölfar flóðanna og fellibyljarins Katrínar.

Endurheimtu málverk eftir fimm ár

Danska lögreglan endurheimti í dag sjálfsmynd af hollenska listmálaranum Rembrandt sem rænt var á sænska þjóðminjasafninu fyrir nærri fimm árum. Um leið handtók hún fjóra menn sem höfðu reynt að selja myndina á hóteli í Kaupmannahöfn. Myndin, sem er frá 18. öld, er metin á 2,4 milljarða króna, en vopnað gengi rændi henni ásamt tveimur öðrum meistaraverkum eftir franska impressjónistann Renoir í desember árið 2000.

Sagði offitu stríð á hendur

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag offitu stríð á hendur þegar hann undirritaði lög sem banna tiltekinn skyndibita í menntaskólum landsins. Schwarzenegger, sem er þekktur líkamsræktarkappi, sagði við undirritun laganna að Kaliforníuríki stæði frammi fyrir offitufaraldri og nú væri kominn tími til að spyrna við fótum.

Stjórnkerfið brást í Bandaríkjunum

Stjórnkerfið brást að öllu leyti eftir náttúruhamfarirnar við Mexíkóflóa, viðurkenndi George Bush, forseti Bandaríkjanna, í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Bush sagði að sem forseti landsins bæri hann ábyrgðina á því sem miður fór.

Morð í aðdraganda kosninga

Undirbúningur fyrir þingkosningarnar í Afganistan á sunnudag gengur skelfilega þar sem morð og ofbeldi einkennir aðdraganda þeirra. Uppreisnarmenn úr röðum talibana, sem skora á kjósendur að hunsa kosningarnar, skutu einn frambjóðanda til bana í nótt, en þegar hafa sjö frambjóðendur verið myrtir í landinu.

Hótaði að sprengja sig

Lokasprettur kosningabaráttu á Nýja-Sjálandi tók óvænta stefnu í gær þegar 57 ára gamall maður frá Slóvakíu hótaði að sprengja sjálfan sig í loft upp á Hóteli í borginni Tauranga, nema hann fengi að tala við Helen Clark, núverandi forsætisráðherra landsins.

Einkavæðing og lægri skattar

Íhaldsmenn í stjórnarandstöðu í Póllandi hafa lýst því yfir að þeir muni fremur leitast eftir samsteypuríkisstjórn, jafnvel þótt þeir næðu hreinum meirihluta í þingkosningunum 25. september næstkomandi.

Einkavæðing og lægri skattar

Íhaldsmenn í stjórnarandstöðu í Póllandi hafa lýst því yfir að þeir muni fremur leitast eftir samsteypuríkisstjórn, jafnvel þótt þeir næðu hreinum meirihluta í þingkosningunum 25. september næstkomandi.

Húsleit í Sarajevo

Herlið NATO framkvæmdi leit á heimili Mladjens Kendjic í gær. "Kendjic var einn af lífvörðum Ratko Mladic, fyrrum hershöfðingja, og er hann grunaður um að veita Mladic stuðning enn þann dag í dag," segir Derek Chappel, erindreki NATO í Sarajevo.

Tveir ráðherrar segja af sér

Boðað hefur verið til kosninga á Grænlandi. Hans Enoksen landsstjórnarformaður tilkynnti þetta á fjárlagafundi í Landsþinginu nýverið. Kosningar til Landsþings verða haldnar þann 22. nóvember næstkomandi.

Tveggja frambjóðenda barátta

Tuttugu og fimm flokkar bjóða fram í þingkosningunum í Þýskalandi, allt frá flokki bókstafstrúaðra kristinna til stjórnleysingjaflokksins. En baráttan stendur í raun á milli tveggja flokka - eða jafnvel bara tveggja frambjóðenda.

Pattstaða sennileg í Þýskalandi

Síðustu skoðanakannanir fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi sýndu að óvíst er að stjórnarandstaðan nái meirihluta þótt stjórnin falli. Það gæti vel farið svo að upp komi pattstaða með vinstrisósíalista í oddaaðstöðu.

Sjö menn handteknir í Bretlandi

Breska lögreglan réðst í morgun inn í nokkur íbúðarhús í London og Manchester og handtók sjö menn. Ekki hefur verið gefið upp fyrir hvað mennirnir voru handteknir en breskir fjölmiðlar ýja að því að þeir tengist hryðjuverkasamtökum.

Flugrisar nærri gjaldþroti

Tvö af fjórum stærstu flugfélögum Bandaríkjanna fengu í gær greiðslustöðvun samkvæmt bandarískum lögum um gjaldþrot til að freista þess að vinna sig út úr fjárhagsörðugleikum og koma í veg fyrir gjaldþrot.

50 þúsund manns án rafmagns

Fellibylurinn Ófelía skall á Norður-Karólínu í Bandaríkjunum í gærkvöldi og hefur þegar valdið töluverðum usla. Fimmtíu þúsund manns eru án rafmagns á svæðinu, mörgum skólum hefur þegar verið lokað og fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín.

Írak: Meira en 20 látnir í morgun

Meira en tuttugu manns biðu bana og aðrir tuttugu særðust í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Flestir þeirra sem létust voru lögreglumenn. Tilræðismaðurinn keyrði bíl hlöðnum sprengiefni inn í hlið lítils flutningabíls sem í voru lögreglumenn.

Leiðtogarnir undirbúa samninga

Margir leiðtoganna hundrað og fimmtíu, sem sækja afmælisfund Sameinuðu þjóðanna, hafa notað tækifærið til að undirbúa tvíhliða samninga um hin ýmsu málefni. Í gær funduðu til að mynda Pútín Rússlandsforseti og Jalal Talabani, forseti Íraks, og eins átti Ariel Sharon fund með Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands.

Milljónir á leyndum reikningum

Evrópskir vopnaframleiðendur lögðu milljónir dollara inn á leynilega bankareikninga sem Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hafði aðgang að. Þetta hefur komið fram í rannsókn á fjárreiðum einræðisherrans sem nú stendur yfir.

Olíuríki auka framleiðslu sína

Samtök olíuframleiðsluríkja hafa lofað að auka framleiðslu sína um fimm hundruð þúsund föt á dag til þess að mæta aukinni eftirspurn eftir olíu. Ólíklegt er þó talið að þetta verði til þess að lækka heimsmarkaðsverðið að einhverju ráði.

Aðrar kosningar í Þýskalandi?

Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá.

Snyrtivörur unnar úr líkum fanga

Snyrtivörur með kollageni, sem unnið er úr líkum kínverskra fanga, eru seldar í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er fullyrt í breska dagblaðinu <em>Guardian</em>.

Bygging múrsins lögleg

Hæstiréttur Ísraels hefur fellt þann úrskurð að bygging hins umdeilda varnarmúrs sé að hluta til ólögleg og að breyta verði legu hans á nokkrum stöðum. Ríkisstjórn landsins segir að múrinn sé nauðsynlegur til þess að hindra að hryðjuverkamenn geri árásir í borgum landsins.

Tók nauðgun upp á myndsíma

Tuttugu og þriggja ára Breti hefur verið dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir nauðgun. Hann tók nauðgunina upp á myndsíma og sendi vinum sínum upptökuna. Nauðgarinn barði fórnarlamb sitt illilega þannig að stúlkan kjálkabrotnaði á tveimur stöðum auk þess sem tveir fingur hennar brotnuðu.

Páfa boðið til Tyrklands

Tyrkir hafa formlega boðið Benedikt XVI páfa í opinbera heimsókn á næsta ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í dag. Þorri Tyrkja er múslimatrúar.

Ný rússnesk fréttasjónvarpsstöð

Ný rússnesk fréttasjónvarpsstöð hóf tilraunaútsendingar í dag. Sjónvarpsstöðin, sem sendir út allan sólarhringinn, er þó ekki send út á rússnesku heldur á ensku. Ástæðan er sú að henni er ætlað að bæta orðspor Rússlands á alþjóðavettvangi.

Katrín: Fá að snúa heim

Fyrirtækjaeigendur í franska hverfinu í New Orleans fá að huga að fyrirtækjum sínum um helgina og íbúar fá að snúa aftur til heimila sinna fljótlega eftir það. Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, segir heimamenn reiðubúna að hefjast handa við enduruppbyggingu borgarinnar og takast á við lífið eftir fellibylinn Katrínu.

Sjítum sagt stríð á hendur

Írakski hryðjuverkamaðurinn Al-Zarqawi hefur sagt sjítum stríð á hendur. Liðsmenn hans hafa myrt á annað hundrað þeirra á síðustu tveim sólarhringum.

Héraðshöfðingjar strengja sín heit

Forsætisráðherrar ellefu af sextán sambandslöndum Þýskalands, sem allir eru í flokki með Angelu Merkel, hétu því í gær að leggjast á eitt með henni, verði hún kanslari, við að koma nauðsynlegum efnahagsumbótaráðstöfunum í gegn um þingið. Tilgangurinn með yfirlýsingunni var að telja kjósendur á að kjósa stjórnarskipti í kosningunum á sunnudag.

New Orleans að vakna af dvala

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, lýsti því yfir í gær að stórir hlutar borgarinnar yrðu opnaðir fyrir aðgangi íbúa í næstu viku. Gamli bærinn, Franska hverfið, yrði opnaður viku síðar. George W. Bush Bandaríkjaforseti var væntanlegur til New Orleans í gærkvöld til að flytja þaðan sjónvarpsávarp, það fyrsta frá því hamfarirnar dundu yfir.

SÞ-umbætur andvana fæddar

Vonir stóðu til að á sextugasta afmælisári Sameinuðu þjóðanna yrðu samþykktar víðtækar umbætur á stofnuninni. Ágreiningur um þær reyndist of mikill til að það tækist.

114 látnir eftir sjálfsmorðsárás

Minnst 114 manns létust og156 eru særðir eftir sjálfsmorðsárás í hverfi sjíta í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þetta er næst mannskæðasta sjálfsmorðsárás í landinu frá stríðslokum.

Mannskæð aurskriða í Noregi

Einn maður fórst og níu slösuðust, þar af kona og lítil stúlka lífshættulega, þegar aurskriða féll á íbúðahverfi í Bergen í Noregi í nótt. Fjöldi íbúa var fluttur frá heimilum sínum af ótta við að fleiri skriður féllu en svo hefur þó ekki orðið enn.

Dauðadómur vegna Jakarta-árása

Dómstóll í Jakarta á Indónesíu dæmdi í morgun mann til dauða fyrir aðild að hryðjuverkaárásum á ástralska sendiráðið í borginni á síðasta ári. Í gær hlaut maðurinn sem skipulagði árásirnar einnig dauðadóm.

Katrín: Ákærðir fyrir vanrækslu

Eigendur hjúkrunarheimilis í New Orleans voru í gær ákærðir fyrir að hafa sýnt vítaverða vanrækslu með því að skilja ósjálfbjarga sjúklinga heimilisins eftir þar í kjölfar fellibylsins Katrínar.

Bretar hamstra bensín

Bretar hamstra þessa dagana bensín sem aldrei fyrr þó að verðið sé í hámarki. Bensínkaupin koma þó ekki til af góðu heldur er fólk hrætt við að bensínbirgðir landsins verði brátt á þrotum.

Mikil spenna í Þýskalandi

Þingkosningarnar í Þýskalandi á sunnudaginn verða æsispennandi ef marka má nýjar skoðanakannanir. Flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, virðist aðeins vera að dala að nýju eftir að hafa bætt verulega við sig í kjölfar sjónvarpskappræðna kanslaraefnanna tveggja fyrir rúmri viku.

Sjá næstu 50 fréttir