Erlent

Hótaði að sprengja sig

Lokasprettur kosningabaráttu á Nýja-Sjálandi tók óvænta stefnu í gær þegar 57 ára gamall maður frá Slóvakíu hótaði að sprengja sjálfan sig í loft upp á Hóteli í borginni Tauranga, nema hann fengi að tala við Helen Clark, núverandi forsætisráðherra landsins. Á hótelinu voru um 2000 manns og rýmdi lögregla bygginguna. Við leit fannst gervisprengja. Maðurinn var gramur vegna afgreiðslu landvistarleyfis síns. Don Brash, leiðtogi Þjóðarflokksins, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til þess að afnema tuttugu ára gömul lög um kjarnorkumál sem kveða á um kjarnorkulaust land. Með þessu gæti Þjóðarflokkurinn náð að stórbæta samskipti við Bandaríkin en lögin hafa haldið Nýja-Sjálandi fyrir utan varnarsamninga milli Ástralíu og Bandaríkjanna. "Við eigum að vera stolt af því að vera kjarnorkulaust land," segir Helen Clark, forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins. Flokkur hennar er algjörlega andsnúinn áformum Brash og Þjóðarflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×