Hræðsluáróður síðustu dagana 16. september 2005 00:01 Hræðsluáróður er það sem gildir síðustu dagana fyrir kosningar í Þýskalandi. Kosningabaráttunni lýkur formlega í dag með harðorðum yfirlýsingum um heimsendaáform keppinautanna. Þýskir stjórnmálamenn eru á lokasprettinum og virðast telja að besta leiðin til að koma fyrst í mark sé að hrinda hinum af brautinni. Kristilegir demókratar gera mikið úr listum sem sagðir eru liggja fyrir í öllum ráðuneytum ríkisstjórnar Schröders kanslara þar sem farið ef ofan í saumana á því hvernig skera á niður að kosningunum loknum. Spara þarf 30 milljarða á ári, að sögn kristilegra demókrata, meðal annars með niðurskurði í eftirlaunakerfinu og framlögum til atvinnumarkaðarins, einkum til atvinnulausra sem eru margir. Angela Merkel varar við afleiðingum þess ef núverandi stjórnarflokkar tækju saman við vinstriflokkinn að loknum kosningum. Þó að stjórnarflokkarnir hafi þvertekið fyrir samsteypustjórn af því tagi málar Merkel skrattann á vegginn eða kannski væri réttara að segja að hún bendi á roðann úr austri. Á móti stökkva jafnaðarmenn og græningjar á fregnir af fundum Merkel með stjórnarskrársérfræðingum til að kanna hvernig hægt væri að efna til nýrra kosninga að þeim um helgina loknum fengist ekki afgerandi niðurstaða. Hermt er að með þessu eigi að koma í veg fyrir samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, en engum flokkanna hugnast sú niðurstaða þó að afstaða SPD hafi mildast nokkuð á undanförnum dögum. Þaðan kemur líka gagnrýnin á meintar hugmyndir Merkel og því haldið fram að hún vilji láta kjósa þar til henni líki niðurstaðan. Meira að segja stjórnarflokkarnir berjast. Græningjar halda því fram að jafnaðarmönnunum í SPD líki ágætlega tilhugsunin um samsteypustjórn með CDU og að eina leiðin til að koma í veg fyrir þá niðurstöðu sé að kjósa ekki SPD heldur græningja. Schröder kanslari brosir sínu breiðasta en virðist hálf uppgefinn. Hann reynir að minna stuðningsmenn sína og óákveðna kjósendur að þrátt fyrir skoðanakannanir sé niðurstaðan enn sem komið er ekki gefin. Stjórnmálamenn í Þýskalandi þurfa að vera afgerandi, vera snöggir að hugsa og gera það sem þeir telja nauðsynlegt til að tryggja sér öll þau atkvæði sem þeir þurfa í hvelli því þessi kosningabarátta er sú stysta í sögu Þýskalands og henni lýkur í kvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Hræðsluáróður er það sem gildir síðustu dagana fyrir kosningar í Þýskalandi. Kosningabaráttunni lýkur formlega í dag með harðorðum yfirlýsingum um heimsendaáform keppinautanna. Þýskir stjórnmálamenn eru á lokasprettinum og virðast telja að besta leiðin til að koma fyrst í mark sé að hrinda hinum af brautinni. Kristilegir demókratar gera mikið úr listum sem sagðir eru liggja fyrir í öllum ráðuneytum ríkisstjórnar Schröders kanslara þar sem farið ef ofan í saumana á því hvernig skera á niður að kosningunum loknum. Spara þarf 30 milljarða á ári, að sögn kristilegra demókrata, meðal annars með niðurskurði í eftirlaunakerfinu og framlögum til atvinnumarkaðarins, einkum til atvinnulausra sem eru margir. Angela Merkel varar við afleiðingum þess ef núverandi stjórnarflokkar tækju saman við vinstriflokkinn að loknum kosningum. Þó að stjórnarflokkarnir hafi þvertekið fyrir samsteypustjórn af því tagi málar Merkel skrattann á vegginn eða kannski væri réttara að segja að hún bendi á roðann úr austri. Á móti stökkva jafnaðarmenn og græningjar á fregnir af fundum Merkel með stjórnarskrársérfræðingum til að kanna hvernig hægt væri að efna til nýrra kosninga að þeim um helgina loknum fengist ekki afgerandi niðurstaða. Hermt er að með þessu eigi að koma í veg fyrir samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, en engum flokkanna hugnast sú niðurstaða þó að afstaða SPD hafi mildast nokkuð á undanförnum dögum. Þaðan kemur líka gagnrýnin á meintar hugmyndir Merkel og því haldið fram að hún vilji láta kjósa þar til henni líki niðurstaðan. Meira að segja stjórnarflokkarnir berjast. Græningjar halda því fram að jafnaðarmönnunum í SPD líki ágætlega tilhugsunin um samsteypustjórn með CDU og að eina leiðin til að koma í veg fyrir þá niðurstöðu sé að kjósa ekki SPD heldur græningja. Schröder kanslari brosir sínu breiðasta en virðist hálf uppgefinn. Hann reynir að minna stuðningsmenn sína og óákveðna kjósendur að þrátt fyrir skoðanakannanir sé niðurstaðan enn sem komið er ekki gefin. Stjórnmálamenn í Þýskalandi þurfa að vera afgerandi, vera snöggir að hugsa og gera það sem þeir telja nauðsynlegt til að tryggja sér öll þau atkvæði sem þeir þurfa í hvelli því þessi kosningabarátta er sú stysta í sögu Þýskalands og henni lýkur í kvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira