Aðrar kosningar í Þýskalandi? 15. september 2005 00:01 Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Þýskalandi. Gerhard Schröder og Angela Merkel hljóta að fá hroll þegar þeim eru réttar nýjustu tölur úr skoðanakönnunum á hverjum morgni. CDU, kristilegir demókratar, eru langstærstir með fjörutíu og tveggja prósenta fylgi. SPD, jafnaðarmannaflokkur Schröders, geta fagnað því þeir hafa bætt við sig og eru komnir með þrjátíu og fimm prósent. En hvorugur flokkurinn hefur nægileg fylgi til að mynda stjórn með óskasamstarfsflokki sínum: kristilegir demókratar og frjálslyndir hafa ekki nægilegt fylgi samanlagt og jafnaðarmenn og græningjar ekki heldur. Fimmti flokkurinn á þingi, vinstri flokkurinn, er reyndar sá þriðji stærsti samkvæmt könnunum en það vill enginn mynda stjórn með flokknum svo að fylgi hans skiptir litli, í það minnsta segja leiðtogar hinna flokkanna það. Það stefnir því allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, nokkuð sem hvorugum flokksleiðtoganum hugnast. Að vísu gætu kristilegir demókratar og græningjar myndað stjórn með nægan meirihluta, en það samstarf er talið harla ólíklegt. Ein leið til að komast hjá því að ræða þessa stöðu er að kenna fjölmiðlum og þeim sem stýra könnununum um. Aðrir benda á að enn sé allt að þriðjungur óákveðinn sem muni ráða úrslitum, og enn aðrir benda á að meira en helmingur telji að ekki sé tímabært að gera breytingar. Það leysir hins vegar ekki vandann sem gæti blasað við á sunnudagskvöldið. Þess vegna hefur Angela Merkel lagt höfuðið í bleyti og setið stífa fundi með stjórnarskrárspekingum, samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla í morgun. Tilgangurinn er að finna leið til að efna til nýrra kosninga strax að þeim á sunnudaginn loknum. Lausnin felst í því að Merkel sækist eftir stuðningi þingsins sem kanslari að kosningum afstöðnum. Kosið er þrisvar og hljóti hún ekki afgerandi meirihluta hefur forseti Þýskalands um tvennt að velja: að tilnefna Merkel samt eða leysa þingið upp og efna til kosninga á ný. Forsetinn, Horst Köhler, er flokksbróðir Merkel og því meiri líkur á að hann sé henni hliðhollur en Schröder. Hvort að þessi flétta gengur upp er allt annað mál. Telja má víst að aðrir stjórnmálamenn myndu klaga þetta til stjórnarskrárdómstólsins og svo er engin leið að vita hvernig kjósendur brygðust við. Allt sýnir þetta fyrst og fremst þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum helstu frambjóðendanna síðustu dagana fyrir kosningar, og ljóst að það stefnir í mjög spennandi kosningar hér í Þýskalandi á sunnudaginn kemur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Verða kosningar strax að loknum kosningunum í Þýskalandi? Það er meðal þess sem þarlendir stjórnmálamenn velta fyrir sér enda bendir flest til þess að niðurstöður kosninganna næstkomandi sunnudag verði einmitt þær sem enginn þeirra vill sjá. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Þýskalandi. Gerhard Schröder og Angela Merkel hljóta að fá hroll þegar þeim eru réttar nýjustu tölur úr skoðanakönnunum á hverjum morgni. CDU, kristilegir demókratar, eru langstærstir með fjörutíu og tveggja prósenta fylgi. SPD, jafnaðarmannaflokkur Schröders, geta fagnað því þeir hafa bætt við sig og eru komnir með þrjátíu og fimm prósent. En hvorugur flokkurinn hefur nægileg fylgi til að mynda stjórn með óskasamstarfsflokki sínum: kristilegir demókratar og frjálslyndir hafa ekki nægilegt fylgi samanlagt og jafnaðarmenn og græningjar ekki heldur. Fimmti flokkurinn á þingi, vinstri flokkurinn, er reyndar sá þriðji stærsti samkvæmt könnunum en það vill enginn mynda stjórn með flokknum svo að fylgi hans skiptir litli, í það minnsta segja leiðtogar hinna flokkanna það. Það stefnir því allt í að eina lausnin verði samsteypustjórn stóru flokkanna, CDU og SPD, nokkuð sem hvorugum flokksleiðtoganum hugnast. Að vísu gætu kristilegir demókratar og græningjar myndað stjórn með nægan meirihluta, en það samstarf er talið harla ólíklegt. Ein leið til að komast hjá því að ræða þessa stöðu er að kenna fjölmiðlum og þeim sem stýra könnununum um. Aðrir benda á að enn sé allt að þriðjungur óákveðinn sem muni ráða úrslitum, og enn aðrir benda á að meira en helmingur telji að ekki sé tímabært að gera breytingar. Það leysir hins vegar ekki vandann sem gæti blasað við á sunnudagskvöldið. Þess vegna hefur Angela Merkel lagt höfuðið í bleyti og setið stífa fundi með stjórnarskrárspekingum, samkvæmt fréttum þýskra fjölmiðla í morgun. Tilgangurinn er að finna leið til að efna til nýrra kosninga strax að þeim á sunnudaginn loknum. Lausnin felst í því að Merkel sækist eftir stuðningi þingsins sem kanslari að kosningum afstöðnum. Kosið er þrisvar og hljóti hún ekki afgerandi meirihluta hefur forseti Þýskalands um tvennt að velja: að tilnefna Merkel samt eða leysa þingið upp og efna til kosninga á ný. Forsetinn, Horst Köhler, er flokksbróðir Merkel og því meiri líkur á að hann sé henni hliðhollur en Schröder. Hvort að þessi flétta gengur upp er allt annað mál. Telja má víst að aðrir stjórnmálamenn myndu klaga þetta til stjórnarskrárdómstólsins og svo er engin leið að vita hvernig kjósendur brygðust við. Allt sýnir þetta fyrst og fremst þá örvæntingu sem ríkir í herbúðum helstu frambjóðendanna síðustu dagana fyrir kosningar, og ljóst að það stefnir í mjög spennandi kosningar hér í Þýskalandi á sunnudaginn kemur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira