Erlent

Tók nauðgun upp á myndsíma

Tuttugu og þriggja ára Breti hefur verið dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir nauðgun. Hann tók nauðgunina upp á myndsíma og sendi vinum sínum upptökuna. Nauðgarinn barði fórnarlamb sitt illilega þannig að stúlkan kjálkabrotnaði á tveimur stöðum auk þess sem tveir fingur hennar brotnuðu. Dómarinn sagði nauðgunina vera einstaklega hrottalega og fyrirlitlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×