Erlent

40 þúsund krónur á mann

Talið er að uppbyggingin kosti um 200 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um tólf þúsund milljörðum íslenskra króna. Það eru um 40 þúsund krónur á hvert mannsbarn í Bandaríkjunum. Samsvarandi upphæð á Íslandi yrði því um 11,6 milljarðar íslenskra króna. Bush lýsti þessu yfir í ávarpi í fyrradag. "Það er engin leið að gera sér Bandaríkin í hugarlund án New Orleans," sagði hann. Þá sagði hann einnig að viðbrögð yfirvalda eftir hamfarirnar hefðu ekki verið viðunandi og fyrirskipaði að öryggisáætlanir í öllum helstu borgum landsins yrðu endurskoðaðar í ljósi þess. Hann sagðist ætla að láta fara fram opinbera rannsókn á vegum þingsins þar sem stefnt yrði að komast til botns í því hvað fór úrskeiðis í björgunaraðgerðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×