Mannskæð aurskriða í Noregi
Einn maður fórst og níu slösuðust, þar af kona og lítil stúlka lífshættulega, þegar aurskriða féll á íbúðahverfi í Bergen í Noregi í nótt. Fjöldi íbúa var fluttur frá heimilum sínum af ótta við að fleiri skriður féllu en svo hefur þó ekki orðið enn. Fjöldi húsa og bíla urðu fyrir skriðunni sem var um 70 metra breið.