Fleiri fréttir Bush blandast í umræðurnar Enn er pattstaða í stjórnarskrárgerð Íraks. Sjíar og Kúrdar hyggjast leggja plaggið í dóm þjóðarinnar þrátt fyrir mikla andstöðu súnnía við inntak þess. George W. Bush Bandaríkjaforseti blandaði sér í gær í viðræðurnar. 26.8.2005 00:01 Fjórtán börn fórust í brunanum Eldur kom upp í annað sinn á stuttum tíma í húsi afrískra innflytjenda í París og í þetta sinn brunnu sautján manns inni. Aðstæður þessa þjóðfélagshóp eru afar bágbornar. 26.8.2005 00:01 Landnemum fjölgar Ísraelskum landtökumönnum á Vesturbakkanum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin misseri. 26.8.2005 00:01 Fjórðungur of feitur Sílspikuðum Bandaríkjamönnum fjölgar hraðar en nokkru sinni fyrr og lætur nærri að fjórðungur landsmanna glími við offitu. 57 prósent íslenskra karla eru yfir kjörþyngd. 26.8.2005 00:01 Hátt í 40 látnir í flóðum í Evrópu Nærri fjörutíu manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Evrópu undanfarna fjóra daga. Björgunarsveitarmenn um alla álfuna standa nú í stórræðum vegna flóðanna sem ekki virðist ætla að linna alveg í bráð. Verst er ástandið í Rúmeníu, þar sem 1400 hús hafa eyðilagst þegar ár hafa flætt yfir bakka sína í úrhellisrigningu. Minnst 25 hafa farist þar. 25.8.2005 00:01 Dómstóll samþykkir kosningar Æðsti sambandsdómstóll Þýskalands komst í morgun að þeirri niðurstöðu að það væri lögmætt að boða til kosninga í landinu þann 18. september. Nokkrir samflokksfélagar Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, höfðu vefengt réttmæti þess að leysa upp þingið og boða til kosninganna þegar í september, en eftir úrskurðinn í morgun er nokkuð ljóst að kosningarnar verða haldnar hvað sem tautar og raular. 25.8.2005 00:01 Fjölga hermönnum í Írak Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að fjölga enn í herliði sínu í Írak. Fimmtán hundruð bandarískir hermenn til viðbótar verða sendir til Írak áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá landsins verður haldin. Þegar eru 138 þúsund bandarískir hermenn í Írak, en þar sem óttast er að stjórnarskráin valdi enn frekari ólgu þótti réttast að bæta enn í hópinn. 25.8.2005 00:01 Átök á Vesturbakkanum Fimm manns féllu í átökum Palestínumanna og Ísraela í Jerúsalem og á Vesturbakkanum í gær. Ísraelski herinn skaut fjóra palestínska uppreisnarmenn til bana seint í gærkvöldi. Að sögn talsmanns hersins voru mennirnir fjórir allir hryðjuverkamenn, sem meðal annars stóðu nýlega fyrir tveimur sprengjuárásum í Ísrael. Fyrr um kvöldið stakk palestínskur uppreisnarmaður tvo öfgafulla gyðinga í Jerúsalem. Annar þeirra lést af sárum sínum. 25.8.2005 00:01 58 lifðu af flugslys í Perú Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. 25.8.2005 00:01 Olíufatið yfir 67 dali í gær Olíuverð heldur áfram að hækka. Í gær fór heimsmarkaðsverðið yfir 67 dollara á fatið og hefur ekki verið hærra í mörg ár. Ástæða hækkunarinnar í gær er einkum ótti við hvirfilbyl nærri olíuverksmiðjum í Mexíkó. Þá hafa verkföll olíustarfsmanna í Ekvador og aðgerðir uppreisnarmanna í Írak einnig sitt að segja. 25.8.2005 00:01 Skutu gesti á kaffihúsi Sex óbreyttir borgarar létust og fimmtán særðust, flestir eldri karlar, þegar byssumenn réðust inn á vinsælt kaffihús í smábæ norður af Bagdad í morgun og hófu skotrhríð. Flestir gestanna sátu og borðuðu morgunmat þegar árasin átti sér stað. Ekki er ljóst hverjir stóðu á bak við árásina en þeir sem lifðu hana af töldu íslamska uppreisnarmenn hafa verið þar á ferð. 25.8.2005 00:01 Búa til svartan lista yfir félög Frakkar hyggjast búa til og birta opinberlega svartan lista yfir flugfélög og lönd sem eiga lélega sögu í flugöryggismálum. Félögunum sem rata á listann verður ekki leyft að lenda á flugvöllum í Frakklandi. 25.8.2005 00:01 Schröder hafi ekki brotið lög Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert. 25.8.2005 00:01 Stjórnarskrá hafi verið samþykkt Búið er að leggja lokahönd á stjórnarskrá Íraks og verður hún samþykkt síðar í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir Laith Kubba, talsmanni ríkisstjórnar Íraks. Upphaflega átti stjórnarskráin að liggja fyrir á mánudaginn í síðustu viku en þar sem ekki hafði náðst samkomulag meðal ólíkra þjóðarbrota í landinu um hana fékk samninganefnd vikufrest til þess að ljúka málinu. 25.8.2005 00:01 Reynt að ráða ráðherra af dögum Ibrahim Malsagov, forsætisráðherra Ingúsetíu í Suður-Rússlandi, særðist í dag þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans í bænum Nazran í héraðinu. Einn lífvarða forsætisráðherrans lést í tilræðinu og þá særðust tveir til viðbótar. 25.8.2005 00:01 Lögreglumenn látast við leit Tveir egypskir lögreglumenn létust í dag þegar tvær jarðsprengjur sprungu á svæði á Sínaískaga þar sem lögregla leitar þeirra sem stóðu að sprengjutilræði í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem jarðsprengja springur á svæðinu en í gær skemmdist brynvarinn bíll og þrír lögreglumenn særðust í leit sinni að hryðjuverkamönnunum. 25.8.2005 00:01 Fundu 36 lík í skurði í Írak Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. 25.8.2005 00:01 Kókabændur myrtir Skæruliðar myrtu að minnsta kosti fjórtán bændur, þrettán karla og eina konu, sem voru við að tína uppskeru af kókarunnum í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Skæruliðarnir eru meðlimir í samtökum sem kalla sig Byltingarher Kólumbíu. 25.8.2005 00:01 Tilræði við ráðherra Tvær sprengjur sprungu við vegkant í borginni Nazran í múslimafylkinu Ingushetia í Rússlandi í gær þegar forsætisráðherra fylkisins var ekið hjá. Fylkið á landamæri að Téténíu. Bílstjóri forsætisráðherrans lést í tilræðinu og forsætisráðherran sjálfur ásamt tveimur öðrum slasaðist nokkuð við sprenginguna. 25.8.2005 00:01 Svíakóngur í árekstri Karl Gústaf Svíakonunungur lenti í árekstri á silfurlitaðri BMW-bifreið sinni í gær. Hann ók aftan á bláan Volvo utan við hamborgarastaðinn Max í miðborg Norrköping skömmu fyrir hádegið. 25.8.2005 00:01 Löglega boðað til kosninganna Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í gær að fyrirhugaðar þingkosningar mættu fara fram 18. september eins og ráðgert hafði verið. Tveir þingmenn höfðu lagt fram kvörtun þar sem þeir efuðust um lögmæti þess hvernig Gerhard Schröder boðaði til kosninganna í sumar. 25.8.2005 00:01 Olíuverð hækkar enn Heimsmarkaðsverð á hráolíufatinu fór upp í 68 Bandaríkjadali í gær og hefur aldrei verið hærra. 25.8.2005 00:01 Mestu dýraflutningar sögunnar Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu. 25.8.2005 00:01 Erlendir eftirlitsmenn í Noregi Norðmenn hafa boðið eftirlitsmönnum frá ýmsum ríkjum þar sem lýðræði hefur staðið völtum fótum til að fylgjast með framkvæmd norsku þingkosninganna. 25.8.2005 00:01 Vilja lækka álögurnar Áfengismál eru á meðal þess sem norskir stjórnmálamenn karpa um þegar rétt rúmur hálfur mánuður er til kosninga. 25.8.2005 00:01 Hefði getað farið verr Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. 25.8.2005 00:01 Ójöfnuðurinn eykst stöðugt Ójöfnuður er meiri í heiminum í dag en fyrir áratug og stór hluti heimsbyggðarinnar er fastur í gildru fátæktar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. 25.8.2005 00:01 Flóðin eru heldur í rénun Flóðin í Mið-Evrópu sem hafa dregið í það minnsta 42 manns til dauða eru heldur í rénun. Í Bern, höfðuborg Sviss, þurfti aftur á móti að rýma fjölda húsa þegar áin Aare flæddi yfir bakka sína. 25.8.2005 00:01 Fjölgað í herliðinu í Írak Aukið verður við herafla Bandaríkjamanna í Írak á næstu mánuðum, þegar kosningar fara fram í landinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir óðs manns æði að kalla herinn heim þar sem það muni bjóða hættunni á hryðjuverkum heim. 25.8.2005 00:01 Óljóst með stjórnarskrá Íraks Enn er ekki ljóst hvort samkomulag hafi náðst um stjórnarskrá Íraks. Fulltrúar sjíta og Kúrda voru búnir að koma sér saman um öll aðalatriði, þar á meðal að Írak skyldi verða sambandsríki. Súnnítar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja það fyrirkomulag svo stálin stinn hafa mæst undanfarna daga þar sem stjórnarskrárnefndin hefur reynt að ná samkomulagi. 25.8.2005 00:01 Fimm teknir af lífi Róstusamt hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga eftir að fimm manns voru skotnir á Vesturbakkanum. 25.8.2005 00:01 Enn er allt í hnút Ekkert varð af því að íraska þingið legði blessun sína yfir drög að framtíðarstjórnarskrá landsins í gær en þá rann frestur þess til þess út. Lík 36 Íraka fundust í gær en þeir voru teknir af lífi fyrir nokkrum árum. 25.8.2005 00:01 Flóð á meginlandi Evrópu í rénun Flóðin í Mið- og Austur-Evrópu virðast loks í rénun. Að minnsta kosti fjörutíu og tveir hafa farist í hamförunum og eignatjón er gríðarlegt. 25.8.2005 00:01 Sýndu fjölmiðlum þorp í N-Kóreu Norðurkóresk yfirvöld hafa hleypt fréttamönnum inn í þorp sem svo gott sem eyðilagðist í mikilli sprengingu í vor. 161 fórst og 8.000 heimili eyðilögust. 25.8.2005 00:01 37 látnir eftir flugslys í Perú Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 brotlenti í frumskógi í Perú í gærkvöld. Þá slösuðust 57 manns í slysinu að sögn José Ortiz, samgönguráðherra Perú. Alls voru 100 farþegar um borð í vél flugfélagsins Tans auk átta manna áhafnar. Slysið varð skammt frá bænum Pucallpa en óveður skall á skömmu áður en flugvélin átti að lenda. 24.8.2005 00:01 Má ekki breyta flaki í klakstöð Ekki má breyta flaki Guðrúnar Gísladóttur í klakstöð, en talið var að verkefnið myndi kosta um 400 milljónir íslenskra króna næstu 5 árin. Fram kom í norska ríkisútvarpinu að sjávarútvegsráðuneytið þar í landi telji verkefnið of kostnaðarsamt. Það eru því allar líkur á því að flak Guðrúnar hvíli í votri gröf til frambúðar, en Guðrún sökk í júní 2002 eftir að það skeytti á skeri við Lófót í Norður-Noregi. 24.8.2005 00:01 Skaut tíu ára systur sína Móðir í Miami í Bandaríkjunum var í gær ákærð fyrir vanrækslu eftir að þriggja ára sonur hennar fann byssu á heimilinu og skaut 10 ára systur sína á mánudag. Stúlkan liggur nú á sjúkrahúsi og er í lífshættu. 24.8.2005 00:01 Mikil flóð í Mið--Evrópu Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. 24.8.2005 00:01 Khodorkovskí í hungurverkfall Rússinn Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi olíufyrirtækisins Yukos, hefur hafið mótmælasvelti til að vekja athygli á slæmri meðferð rússneskra fangelsisyfirvalda á viðskiptafélaga hans og honum sjálfum. Segja lögfræðingar Khodorkovskís hann hafa hvorki þegið vott né þurrt á síðustu dögum. 24.8.2005 00:01 Gerir lítið úr orðum Robertsons Bandaríkjastjórn gerði í gærkvöld lítið úr ummælum sjónvarpsprédikarans Pats Robertsons sem hvatt hefur til að Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði drepinn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði ummæli Robertsons hafa verið óviðeigandi en hann væri óháður einstaklingur og skoðanir hans endurspegluðu ekki stefnu Bandaríkjanna. 24.8.2005 00:01 Öfgamönnum vísað strax úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur birt nýjar reglur um brottvísun einstaklinga sem ekki eru breskir ríkisborgarar og grunaðir eru um að hvetja til hryðjuverka. Þeir sem eru taldir ógna þjóðaröryggi með því að styðja hryðjuverkastarfsemi, vegsama hana eða upphefja með einhverju móti, geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi. 24.8.2005 00:01 Toyota sakað um lífsstílsfasisma Reykingamenn verða ekki ráðnir til starfa í verksmiðjum Toyota í Asker og Bærum í Noregi. Í heilsíðuauglýsingu frá fyrirtækinu í norskum blöðum þar sem auglýst er eftir starfsfólki er tekið fram að reykingamenn geti sleppt því að sækja um. Yfirmaður Toyota í Noregi segir þetta gert vegna þess að starfsrýmin séu mjög opin og þar eigi reykingamenn hreinlega ekki heima. 24.8.2005 00:01 Mannréttindasamtök lítt hrifin Útlendingar sem eru taldir ógna þjóðaröryggi Breta með því að hvetja til hryðjuverka, vegsama þau eða upphefja með einhverju móti geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi, samkvæmt nýjum reglum sem Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, birti í dag. Mannréttindasamtök eru ekki hrifin. 24.8.2005 00:01 Píanómaðurinn sagður geðsjúkur Píanómaðurinn svonefndi, sem fannst á gangi á strönd í Kent á Englandi fyrir fjórum mánuðum, á við geðsjúkdóm að stríða og gerði sér ekki upp sjúkdómseinkenni. Þetta segja lögmenn mannsins sem þagði í fjóra mánuði áður en hann rauf loks þögnina síðastliðinn föstudag og sagðist vera Þjóðverji. Hann var útskrifaður af geðsjúkrahúsi á Englandi og fór til Þýskalands á laugardag. 24.8.2005 00:01 Jarðarbúar níu milljarðar 2050 Indverjar verða orðnir fleiri en Kínverjar árið 2050, samkvæmt nýjustu skýrslu Mannfjölgunarráðs, sem hefur rannsakað mannfjölgun í 75 ár. Nær öll fjölgun jarðarbúa næstu áratugina verður í þróunarríkjunum, en spáð er að mannkynið verði orðið níu milljarðar eftir 45 ár. 24.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bush blandast í umræðurnar Enn er pattstaða í stjórnarskrárgerð Íraks. Sjíar og Kúrdar hyggjast leggja plaggið í dóm þjóðarinnar þrátt fyrir mikla andstöðu súnnía við inntak þess. George W. Bush Bandaríkjaforseti blandaði sér í gær í viðræðurnar. 26.8.2005 00:01
Fjórtán börn fórust í brunanum Eldur kom upp í annað sinn á stuttum tíma í húsi afrískra innflytjenda í París og í þetta sinn brunnu sautján manns inni. Aðstæður þessa þjóðfélagshóp eru afar bágbornar. 26.8.2005 00:01
Landnemum fjölgar Ísraelskum landtökumönnum á Vesturbakkanum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin misseri. 26.8.2005 00:01
Fjórðungur of feitur Sílspikuðum Bandaríkjamönnum fjölgar hraðar en nokkru sinni fyrr og lætur nærri að fjórðungur landsmanna glími við offitu. 57 prósent íslenskra karla eru yfir kjörþyngd. 26.8.2005 00:01
Hátt í 40 látnir í flóðum í Evrópu Nærri fjörutíu manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Evrópu undanfarna fjóra daga. Björgunarsveitarmenn um alla álfuna standa nú í stórræðum vegna flóðanna sem ekki virðist ætla að linna alveg í bráð. Verst er ástandið í Rúmeníu, þar sem 1400 hús hafa eyðilagst þegar ár hafa flætt yfir bakka sína í úrhellisrigningu. Minnst 25 hafa farist þar. 25.8.2005 00:01
Dómstóll samþykkir kosningar Æðsti sambandsdómstóll Þýskalands komst í morgun að þeirri niðurstöðu að það væri lögmætt að boða til kosninga í landinu þann 18. september. Nokkrir samflokksfélagar Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, höfðu vefengt réttmæti þess að leysa upp þingið og boða til kosninganna þegar í september, en eftir úrskurðinn í morgun er nokkuð ljóst að kosningarnar verða haldnar hvað sem tautar og raular. 25.8.2005 00:01
Fjölga hermönnum í Írak Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að fjölga enn í herliði sínu í Írak. Fimmtán hundruð bandarískir hermenn til viðbótar verða sendir til Írak áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá landsins verður haldin. Þegar eru 138 þúsund bandarískir hermenn í Írak, en þar sem óttast er að stjórnarskráin valdi enn frekari ólgu þótti réttast að bæta enn í hópinn. 25.8.2005 00:01
Átök á Vesturbakkanum Fimm manns féllu í átökum Palestínumanna og Ísraela í Jerúsalem og á Vesturbakkanum í gær. Ísraelski herinn skaut fjóra palestínska uppreisnarmenn til bana seint í gærkvöldi. Að sögn talsmanns hersins voru mennirnir fjórir allir hryðjuverkamenn, sem meðal annars stóðu nýlega fyrir tveimur sprengjuárásum í Ísrael. Fyrr um kvöldið stakk palestínskur uppreisnarmaður tvo öfgafulla gyðinga í Jerúsalem. Annar þeirra lést af sárum sínum. 25.8.2005 00:01
58 lifðu af flugslys í Perú Að minnsta kosti 58 manns komust lífs af úr flugslysinu í Perú í fyrradag. Nú hefur verið staðfest að 37 létust en ekki 41 eins og talið var í fyrstu. Þriggja er enn saknað. Orsakir flugslyssins eru enn ókunnar, en veður var slæmt og allt bendir til þess að flugmaðurinn hafi ætlað að reyna að lenda á hraðbraut en ekki náð að hitta á hana. 25.8.2005 00:01
Olíufatið yfir 67 dali í gær Olíuverð heldur áfram að hækka. Í gær fór heimsmarkaðsverðið yfir 67 dollara á fatið og hefur ekki verið hærra í mörg ár. Ástæða hækkunarinnar í gær er einkum ótti við hvirfilbyl nærri olíuverksmiðjum í Mexíkó. Þá hafa verkföll olíustarfsmanna í Ekvador og aðgerðir uppreisnarmanna í Írak einnig sitt að segja. 25.8.2005 00:01
Skutu gesti á kaffihúsi Sex óbreyttir borgarar létust og fimmtán særðust, flestir eldri karlar, þegar byssumenn réðust inn á vinsælt kaffihús í smábæ norður af Bagdad í morgun og hófu skotrhríð. Flestir gestanna sátu og borðuðu morgunmat þegar árasin átti sér stað. Ekki er ljóst hverjir stóðu á bak við árásina en þeir sem lifðu hana af töldu íslamska uppreisnarmenn hafa verið þar á ferð. 25.8.2005 00:01
Búa til svartan lista yfir félög Frakkar hyggjast búa til og birta opinberlega svartan lista yfir flugfélög og lönd sem eiga lélega sögu í flugöryggismálum. Félögunum sem rata á listann verður ekki leyft að lenda á flugvöllum í Frakklandi. 25.8.2005 00:01
Schröder hafi ekki brotið lög Æðsti dómstóll Þýskalands hefur úrskurðað að Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og flokkur hans hafi ekki brotið stjórnarskrána með því að fella eigin stjórn með vantrauststillögu á þingi. Þingkosningar verða því 18. september eins og ráð var fyrir gert. 25.8.2005 00:01
Stjórnarskrá hafi verið samþykkt Búið er að leggja lokahönd á stjórnarskrá Íraks og verður hún samþykkt síðar í dag. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir Laith Kubba, talsmanni ríkisstjórnar Íraks. Upphaflega átti stjórnarskráin að liggja fyrir á mánudaginn í síðustu viku en þar sem ekki hafði náðst samkomulag meðal ólíkra þjóðarbrota í landinu um hana fékk samninganefnd vikufrest til þess að ljúka málinu. 25.8.2005 00:01
Reynt að ráða ráðherra af dögum Ibrahim Malsagov, forsætisráðherra Ingúsetíu í Suður-Rússlandi, særðist í dag þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans í bænum Nazran í héraðinu. Einn lífvarða forsætisráðherrans lést í tilræðinu og þá særðust tveir til viðbótar. 25.8.2005 00:01
Lögreglumenn látast við leit Tveir egypskir lögreglumenn létust í dag þegar tvær jarðsprengjur sprungu á svæði á Sínaískaga þar sem lögregla leitar þeirra sem stóðu að sprengjutilræði í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem jarðsprengja springur á svæðinu en í gær skemmdist brynvarinn bíll og þrír lögreglumenn særðust í leit sinni að hryðjuverkamönnunum. 25.8.2005 00:01
Fundu 36 lík í skurði í Írak Lögreglan í Írak fann í dag lík af 36 mönnum sem teknir höfðu verið af lífi með skoti í höfuðið í skurði nærri bænum Kut. <em>BBC</em> hefur eftir talsmanni lögreglunnar að fólkið hafi verið á aldrinum 25-35 ára og hafði það allt verið handjárnað með hendur fyrir aftan bak. Þá bendir ástand líkanna til þess að það hafi verið drepið fyrir fjórum til fimm dögum. 25.8.2005 00:01
Kókabændur myrtir Skæruliðar myrtu að minnsta kosti fjórtán bændur, þrettán karla og eina konu, sem voru við að tína uppskeru af kókarunnum í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Skæruliðarnir eru meðlimir í samtökum sem kalla sig Byltingarher Kólumbíu. 25.8.2005 00:01
Tilræði við ráðherra Tvær sprengjur sprungu við vegkant í borginni Nazran í múslimafylkinu Ingushetia í Rússlandi í gær þegar forsætisráðherra fylkisins var ekið hjá. Fylkið á landamæri að Téténíu. Bílstjóri forsætisráðherrans lést í tilræðinu og forsætisráðherran sjálfur ásamt tveimur öðrum slasaðist nokkuð við sprenginguna. 25.8.2005 00:01
Svíakóngur í árekstri Karl Gústaf Svíakonunungur lenti í árekstri á silfurlitaðri BMW-bifreið sinni í gær. Hann ók aftan á bláan Volvo utan við hamborgarastaðinn Max í miðborg Norrköping skömmu fyrir hádegið. 25.8.2005 00:01
Löglega boðað til kosninganna Hæstiréttur Þýskalands úrskurðaði í gær að fyrirhugaðar þingkosningar mættu fara fram 18. september eins og ráðgert hafði verið. Tveir þingmenn höfðu lagt fram kvörtun þar sem þeir efuðust um lögmæti þess hvernig Gerhard Schröder boðaði til kosninganna í sumar. 25.8.2005 00:01
Olíuverð hækkar enn Heimsmarkaðsverð á hráolíufatinu fór upp í 68 Bandaríkjadali í gær og hefur aldrei verið hærra. 25.8.2005 00:01
Mestu dýraflutningar sögunnar Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu. 25.8.2005 00:01
Erlendir eftirlitsmenn í Noregi Norðmenn hafa boðið eftirlitsmönnum frá ýmsum ríkjum þar sem lýðræði hefur staðið völtum fótum til að fylgjast með framkvæmd norsku þingkosninganna. 25.8.2005 00:01
Vilja lækka álögurnar Áfengismál eru á meðal þess sem norskir stjórnmálamenn karpa um þegar rétt rúmur hálfur mánuður er til kosninga. 25.8.2005 00:01
Hefði getað farið verr Alls komust 58 manns lífs af úr flugslysinu í Perú í vikunni. Kraftaverki þykir ganga næst að ekki fór verr. 25.8.2005 00:01
Ójöfnuðurinn eykst stöðugt Ójöfnuður er meiri í heiminum í dag en fyrir áratug og stór hluti heimsbyggðarinnar er fastur í gildru fátæktar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. 25.8.2005 00:01
Flóðin eru heldur í rénun Flóðin í Mið-Evrópu sem hafa dregið í það minnsta 42 manns til dauða eru heldur í rénun. Í Bern, höfðuborg Sviss, þurfti aftur á móti að rýma fjölda húsa þegar áin Aare flæddi yfir bakka sína. 25.8.2005 00:01
Fjölgað í herliðinu í Írak Aukið verður við herafla Bandaríkjamanna í Írak á næstu mánuðum, þegar kosningar fara fram í landinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti segir óðs manns æði að kalla herinn heim þar sem það muni bjóða hættunni á hryðjuverkum heim. 25.8.2005 00:01
Óljóst með stjórnarskrá Íraks Enn er ekki ljóst hvort samkomulag hafi náðst um stjórnarskrá Íraks. Fulltrúar sjíta og Kúrda voru búnir að koma sér saman um öll aðalatriði, þar á meðal að Írak skyldi verða sambandsríki. Súnnítar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja það fyrirkomulag svo stálin stinn hafa mæst undanfarna daga þar sem stjórnarskrárnefndin hefur reynt að ná samkomulagi. 25.8.2005 00:01
Fimm teknir af lífi Róstusamt hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga eftir að fimm manns voru skotnir á Vesturbakkanum. 25.8.2005 00:01
Enn er allt í hnút Ekkert varð af því að íraska þingið legði blessun sína yfir drög að framtíðarstjórnarskrá landsins í gær en þá rann frestur þess til þess út. Lík 36 Íraka fundust í gær en þeir voru teknir af lífi fyrir nokkrum árum. 25.8.2005 00:01
Flóð á meginlandi Evrópu í rénun Flóðin í Mið- og Austur-Evrópu virðast loks í rénun. Að minnsta kosti fjörutíu og tveir hafa farist í hamförunum og eignatjón er gríðarlegt. 25.8.2005 00:01
Sýndu fjölmiðlum þorp í N-Kóreu Norðurkóresk yfirvöld hafa hleypt fréttamönnum inn í þorp sem svo gott sem eyðilagðist í mikilli sprengingu í vor. 161 fórst og 8.000 heimili eyðilögust. 25.8.2005 00:01
37 látnir eftir flugslys í Perú Að minnsta kosti 37 létu lífið þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 brotlenti í frumskógi í Perú í gærkvöld. Þá slösuðust 57 manns í slysinu að sögn José Ortiz, samgönguráðherra Perú. Alls voru 100 farþegar um borð í vél flugfélagsins Tans auk átta manna áhafnar. Slysið varð skammt frá bænum Pucallpa en óveður skall á skömmu áður en flugvélin átti að lenda. 24.8.2005 00:01
Má ekki breyta flaki í klakstöð Ekki má breyta flaki Guðrúnar Gísladóttur í klakstöð, en talið var að verkefnið myndi kosta um 400 milljónir íslenskra króna næstu 5 árin. Fram kom í norska ríkisútvarpinu að sjávarútvegsráðuneytið þar í landi telji verkefnið of kostnaðarsamt. Það eru því allar líkur á því að flak Guðrúnar hvíli í votri gröf til frambúðar, en Guðrún sökk í júní 2002 eftir að það skeytti á skeri við Lófót í Norður-Noregi. 24.8.2005 00:01
Skaut tíu ára systur sína Móðir í Miami í Bandaríkjunum var í gær ákærð fyrir vanrækslu eftir að þriggja ára sonur hennar fann byssu á heimilinu og skaut 10 ára systur sína á mánudag. Stúlkan liggur nú á sjúkrahúsi og er í lífshættu. 24.8.2005 00:01
Mikil flóð í Mið--Evrópu Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Þýskalands sem og í Austurríki og Sviss vegna flóða og hafa björgunarsveitir og herinn haft í nógu að snúast. Tala látinna vegna flóðanna í löndunum þremur er komin í sex en tveggja til viðbótar er saknað í Sviss. Úrhelli hefur verið í Ölpunum norðanverðum á síðustu dögum og hafa ár flætt yfir bakka sína. 24.8.2005 00:01
Khodorkovskí í hungurverkfall Rússinn Míkhaíl Khodorkovskí, stofnandi olíufyrirtækisins Yukos, hefur hafið mótmælasvelti til að vekja athygli á slæmri meðferð rússneskra fangelsisyfirvalda á viðskiptafélaga hans og honum sjálfum. Segja lögfræðingar Khodorkovskís hann hafa hvorki þegið vott né þurrt á síðustu dögum. 24.8.2005 00:01
Gerir lítið úr orðum Robertsons Bandaríkjastjórn gerði í gærkvöld lítið úr ummælum sjónvarpsprédikarans Pats Robertsons sem hvatt hefur til að Hugo Chavez, forseti Venesúela, verði drepinn. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði ummæli Robertsons hafa verið óviðeigandi en hann væri óháður einstaklingur og skoðanir hans endurspegluðu ekki stefnu Bandaríkjanna. 24.8.2005 00:01
Öfgamönnum vísað strax úr landi Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur birt nýjar reglur um brottvísun einstaklinga sem ekki eru breskir ríkisborgarar og grunaðir eru um að hvetja til hryðjuverka. Þeir sem eru taldir ógna þjóðaröryggi með því að styðja hryðjuverkastarfsemi, vegsama hana eða upphefja með einhverju móti, geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi. 24.8.2005 00:01
Toyota sakað um lífsstílsfasisma Reykingamenn verða ekki ráðnir til starfa í verksmiðjum Toyota í Asker og Bærum í Noregi. Í heilsíðuauglýsingu frá fyrirtækinu í norskum blöðum þar sem auglýst er eftir starfsfólki er tekið fram að reykingamenn geti sleppt því að sækja um. Yfirmaður Toyota í Noregi segir þetta gert vegna þess að starfsrýmin séu mjög opin og þar eigi reykingamenn hreinlega ekki heima. 24.8.2005 00:01
Mannréttindasamtök lítt hrifin Útlendingar sem eru taldir ógna þjóðaröryggi Breta með því að hvetja til hryðjuverka, vegsama þau eða upphefja með einhverju móti geta nú átt von á því að verða sendir tafarlaust úr landi, samkvæmt nýjum reglum sem Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, birti í dag. Mannréttindasamtök eru ekki hrifin. 24.8.2005 00:01
Píanómaðurinn sagður geðsjúkur Píanómaðurinn svonefndi, sem fannst á gangi á strönd í Kent á Englandi fyrir fjórum mánuðum, á við geðsjúkdóm að stríða og gerði sér ekki upp sjúkdómseinkenni. Þetta segja lögmenn mannsins sem þagði í fjóra mánuði áður en hann rauf loks þögnina síðastliðinn föstudag og sagðist vera Þjóðverji. Hann var útskrifaður af geðsjúkrahúsi á Englandi og fór til Þýskalands á laugardag. 24.8.2005 00:01
Jarðarbúar níu milljarðar 2050 Indverjar verða orðnir fleiri en Kínverjar árið 2050, samkvæmt nýjustu skýrslu Mannfjölgunarráðs, sem hefur rannsakað mannfjölgun í 75 ár. Nær öll fjölgun jarðarbúa næstu áratugina verður í þróunarríkjunum, en spáð er að mannkynið verði orðið níu milljarðar eftir 45 ár. 24.8.2005 00:01