Erlent

Lögreglumenn látast við leit

Tveir egypskir lögreglumenn létust í dag þegar tvær jarðsprengjur sprungu á svæði á Sínaískaga þar sem lögregla leitar þeirra sem stóðu að sprengjutilræði í Sharm el-Sheikh í síðasta mánuði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem jarðsprengja springur á svæðinu en í gær skemmdist brynvarinn bíll og þrír lögreglumenn særðust í leit sinni að hryðjuverkamönnunum. Alls leita nú 3500 lögreglumenn á 20 brynvörðum bílum mannanna sem stóðu að árás á sumarleyfisstað í Sharm el-Sheik 23. júlí síðastliðinn, en hún kostaði að minnsta kosti 64 menn lífið. Lögreglu grunar hóp bedúína sem búa á Sínaískaganum um verknaðinn, en hópurinn er talinn hafa staðið á bak við sjö sprengjuárásir á skaganum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×