Erlent

Kókabændur myrtir

Skæruliðar myrtu að minnsta kosti fjórtán bændur, þrettán karla og eina konu, sem voru við að tína uppskeru af kókarunnum í Norðvestur-Kólumbíu í gær. Skæruliðarnir eru meðlimir í samtökum sem kalla sig Byltingarher Kólumbíu. Samtökin græða fúlgur fjár á hverju ári, líkt og önnur slík samtök í Kólumbíu, á því að stjórna eiturlyfjaframleiðslu og sölu á ákveðnum svæðum. Í Kólumbíu hika skæruliðasamtök sem þessi ekki við að myrða bændur sem ekki fara að fyrirmælum þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×