Erlent

Fimm teknir af lífi

Róstusamt hefur verið fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga eftir að fimm manns voru skotnir á Vesturbakkanum. Í fyrrakvöld réðust ísraelskir leyniþjónustumenn inn í flóttamannabúðir í Tulkarem á Vesturbakkanum og tóku fimm Palestínumenn af lífi. Yfirvöld í Jerúsalem grunuðu þá um að undirbúa sjálfsmorðssprengjuárás. Samtökin Heilagt stríð, Hamas og Al-Aqsa herdeildirnar hétu öll grimmilegum hefndum. Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, fordæmdi aðgerðirnar og sagði markmið þeirra að grafa undan vopnahlénu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×