Erlent

Skaut tíu ára systur sína

Móðir í Miami í Bandaríkjunum var í gær ákærð fyrir vanrækslu eftir að þriggja ára sonur hennar fann byssu á heimilinu og skaut 10 ára systur sína á mánudag. Stúlkan liggur nú á sjúkrahúsi og er í lífshættu. Lögreglan segir byssuna hafa verið á sófaborðinu í stofunni en ekki inni í byssuskáp eins og þær eigi alltaf að vera eða annars staðar þar sem börn ná ekki til þeirra. Ekki er ljóst hversu langan dóm móðirin getur fengið verði hún fundin sek, en það veltur á hvort stúlkan lifir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×