Erlent

Toyota sakað um lífsstílsfasisma

Reykingamenn verða ekki ráðnir til starfa í verksmiðjum Toyota í Asker og Bærum í Noregi. Í heilsíðuauglýsingu frá fyrirtækinu í norskum blöðum þar sem auglýst er eftir starfsfólki er tekið fram að reykingamenn geti sleppt því að sækja um. Yfirmaður Toyota í Noregi segir þetta gert vegna þess að starfsrýmin séu mjög opin og þar eigi reykingamenn hreinlega ekki heima. Ekki eru allir sáttir við þetta skref og segir norski prófessorinn Per Fugelli í samtali við Dagbladet að hann flokki þetta undir lífsstílsfasisma. Ef þetta sé leyfilegt þá sé þess ekki langt að bíða að auglýsingar birtist þar sem tekið sé fram að feitt fólk verði ekki ráðið eða ljótt fólk eða fólk með táfýlu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×