Erlent

Má ekki breyta flaki í klakstöð

Ekki má breyta flaki Guðrúnar Gísladóttur í klakstöð, en talið var að verkefnið myndi kosta um 400 milljónir íslenskra króna næstu 5 árin. Fram kom í norska ríkisútvarpinu að sjávarútvegsráðuneytið þar í landi telji verkefnið of kostnaðarsamt. Það eru því allar líkur á því að flak Guðrúnar hvíli í votri gröf til frambúðar, en Guðrún sökk í júní 2002 eftir að það skeytti á skeri við Lófót í Norður-Noregi. Reynt var í tvö ár að ná skipinu á flot en þær tilraunir reyndust allar árangurslausar. Síðar kom í ljós að rifa var á skrokk skipsins og var þá hætt við allar frekari aðgerðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×