Fleiri fréttir

Hópuppsögn hjá Saddam

Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak, hefur rekið alla lögfræðinga sína nema einn.

Vill láta myrða Chavez

Bandarísk stjórnvöld segjast ekki deila skoðunum með sjónvarpspredikaranum Pat Robertson sem stakk upp á því á dögunum að Hugo Chavez, forseti Venesúela, yrði ráðinn af dögum.

Neitar að neyta matar

Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er nú kominn í hungurverkfall til þess að mótmæla meðferðinni á Platon Lebedev, félaga hans.

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni

Íraska þingið mun að öllum líkindum afgreiða drög að stjórnarskrá í kvöld. Meiri vafi leikur hins vegar á dómi þjóðarinnar enda ríkir mikill ágreiningur um grundvallaratriði.

Egyptar taka við vörslunni

Ríkisstjórnir Ísraels og Egyptalands hafa komist að samkomulagi um að egypski herinn taki við landamæravörslu á landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins af öryggissveitum Ísraelshers.

Bretar auka drykkju sína

Bretar drekka mest af stórþjóðum Evrópu og juku drykkju sína um fimm prósentustig á árunum 1999 til 2004 á meðan Frakkar og Þjóðverjar drógu úr henni. Þetta kemur fram í könnun markaðsrannsókafyrirtækisins Mintel og greint er frá á vef <em>Sky</em>-fréttastöðvarinnar.

Reka öfgamenn úr landi

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, hefur kynnt ákvæði nýrrar reglugerðar gegn hryðjuverkum sem heimilar að erlendir öfgamenn séu reknir úr landi þegar í stað.

Á fimmta tug fórst í flugslysi

Að minnsta kosti 41 lést þegar þota af gerðinni Boeing 737-200 nauðlenti í Amazon-frumskóginum í Perú á þriðjudagskvöld. 56 þar til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús, misalvarlega slasaðir. Sumir fengu að fara heim að skoðun lokinni.

Tugir farast í flóðum

Að minnsta kosti 34 hafa látist í stórflóðunum í Mið-Evrópu á um það bil viku. Rúmenía hefur orðið verst úti en þar hafa 25 manns látist í flóðunum. Yfir 250 manns þurftu að flýja heimili sín í Bern, höfuðborg Sviss í gær og yfirvöld í Rúmeníu sögðu fólk hafa drukknað í svefni í rúmum sínum í fyrrinótt.

Kofi Annan í Níger

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er nú í Níger þar sem hann fylgist með hjálparstarfi. Hann segist staðráðinn í því að taka höndum saman við frjáls félagasamtök um að koma hjálp til allra þeirra sem þurfa á henni að halda en hungursneyð er yfirvofandi í landinu.

Erfið barátta við elda í Portúgal

Frakkar, Spánverjar, Ítalir og Hollendingar hafa allir sent aðstoð til Portúgals til að berjast við gríðarlega skógarelda. Á meðan veðurskilyrði breytast ekki er baráttan þó erfið, enn loga fimm eldar og það er ekki auðvelt að ná tökum á þeim. Verstu eldarnir geisa í kringum borgina Coimbra og eru tíu hús í úthverfi borgarinnar þegar ónýt og fleiri eru í hættu.

Fimmta flugslysið í mánuðinum

Að minnsta kosti 41 fórst og 56 særðust þegar reynt var að nauðlenda farþegaflugvél í Perú í gærkvöldi. Þetta er fimmta farþegavélin sem ferst í mánuðinum.

Samþykki áströlsk gildi eða fari

Þeir sem ekki vilja samþykkja áströlsk gildi geta hunskast burt, segir ástralski menntamálaráðherrann Brendan Nelson. Þessi ummæli hafa valdið nokkrum úlfaþyt hjá áströlskum múslimum, en Nelson lét þessi orð falla í sambandi við skipulagða fundi með forsvarsmönnum múslima í landinu.

Íbúðablokk hrundi á Indlandi

Að minnsta kosti ellefu manns létust þegar íbúðablokk hrundi til grunna í Bombay á Indlandi í nótt. Þá er 25 manns enn saknað. Húsið var fjögurra hæða og meira en 100 ára gamalt. Þar bjuggu 16 fjölskyldur og voru flestir sofandi þegar húsið hrundi. Ekki er fátítt að hús hrynji í Bombay en erfiðlega gengur að fá fólk til að halda húsum sínum við vegna fátæktar.

Fimmtán látist í skógareldum

Enn geysa skógareldar í Portúgal og gengur erfiðlega að ráða niðurlögum þeirra. Evrópusambandið hefur orðið við neyðarkalli portúgalskra stjórnvalda og sent flugvélar til að hjálpa slökkviliðsmönnum þar í landi en þurrkar hafa ekki verið eins miklir í Portúgal frá árinu 1945.

Öflug sprenging í Beirút

Að minnsta kosti þrír særðust er sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Beirút, höfuðborg Líbanon í gær. Sprengjan var mjög öflug en sérfræðingar segja að um 20 kíló að TNT efni hafi verið notað.

Armstrong sakaður um lyfjanotkun

Stærsta íþróttablað Frakklands, Le Equipe segir að hjólreiðamaðurinn Lance Armstrong hafi notað hið forboðna lyf EPO þegar hann sigraði í fyrstu Tour de France hjólreiðakeppninni árið 1999.

Mannskæð fuglaflensa í Kasakstan

Staðfest hefur verið að mannskæð fuglaflensa hefur borist til sjö þorpa í Kasakstan. Talin er bráð hætta á að H5N1-stofn fuglaflensu breiðist út um vesturhluta landsins. Frönsk heilbrigðisyfirvöld segja hættuna á fuglaflensusmiti í Evrópu af völdum farfugla frá Rússlandi takmarkaða en að rétt sé að vera á verði.

Valdbeiting á landnemabyggðum

Ísraelskar hersveitir brutust með valdi inn í tvær landnemabyggðir gyðinga á Vesturbakkanum í morgun og drógu þaðan öfgahægrimenn sem komið höfðu sér þar fyrir. Lögreglumenn réðust inn í bænahús og borgarvirki í byggðunum Sanur og Homesh, en þar voru landnemar búnir undir átök.

Raðsprengjumaður dæmdur

Maðurinn sem sprengdi sprengju í Ólympíugarðinum í Atlanta árið 1996, með þeim afleiðingum að ein kona lést og 111 slösuðust, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi í Atlanta í Bandaríkjunum.

Brottflutningi lokið

Brottflutningi gyðinga frá Gaza er lokið, eftir hátt í fjörutíu ára landnám. Bush Bandaríkjaforseti sagði brottflutninginn sögulegt skref í átt til friðar í Mið-Austurlöndum. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna hefur lofað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að vinna að friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

Föngum sleppt í Rúanda

Yfir tuttugu þúsund föngum hefur verið sleppt úr fangelsum í Rúanda að undanförnu. Þetta er þó um fjórtán þúsund föngum færra en fangelsisyfirvöld lofuðu í síðasta mánuði. Pal Kagame, forseti landsins, fyrirskipaði í janúar árið 2003, að þeir sem settir hefðu verið í fangelsi án dóms og laga yrði sleppt en föngunum er gefið að sök að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í landinu árið 1994.

Banvænasta flensa sögunnar

Fuglaflensa er banvænasta flensa sögunnar. Meira en helmingur þeirra sem sýkjast lifa ekki af. Staðfest hefur verið að mannskæð fuglaflensa hefur borist til sjö þorpa í Kasakstan. Talin er bráð hætta á að H5N1-stofn fuglaflensu breiðist út um vesturhluta landsins.

Harðvítugar deilur um stjórnarskrá

Harðvítugar deilur standa um stjórnarskrá Íraks en drög að henni voru lögð fram í gærkvöldi. Til stendur að þingið samþykki stjórnarskrána á næstu dögum þrátt fyrir mótmæli og hótanir um borgarastríð.

Bruðlaði með fé embættisins

Sjávarútvegsráðherra Grænlands hefur hrökklast úr embætti fyrir misnotkun á almannafé. Rasmus Fredriksen tók við embættinu í nóvember á síðasta ári. Fram að áramótum notaði hann um tvöhundruð þúsund krónur af risnufé embættisins.

Arftaki Concorde í loftið

Japanska geimvísindastofnunin ætlar í september að reynslufljúga arftaka Concorde farþegaþotunnar. Búið er að fá heimild til flugsins yfir eyðimörkum Ástralíu.

Khodorovsky í hungurverkfalli

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorovsky er í hungurverkfalli, í fangelsi sínu, til þess að mótmæla meðferðinni á viðskiptafélaga og vini, sem haldið er í einangrun.

Deila um eyju

Tvö kanadísk herskip eru á leiðinni að Hans-ey sem liggur milli Grænlands og Kanada, en þessi tvö lönd deila hart um yfirráð yfir eynni.

Vesturbakkinn rýmdur

Ísraelski herinn hefur lokið flutningum á landnemum frá Vesturbakkanum. Eins og á Gaza svæðinu gekk það fljótt og vel fyrir sig, þrátt fyrir hótanir öfgamanna um harða mótspyrnu. </font />

Ný baðströnd á Amager

Amager strand, ný baðströnd, var tekin í notkun í Kaupmannahöfn um liðna helgi.

Danir vilja út

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill fimmti hver Dani á fullorðinsaldri flytja til útlanda. Hlutfallið er enn hærra hjá námsmönnum, en helmingur þeirra stefnir á að búa í öðru landi.

Lætur ekki undan þrýstingi

Enginn áform eru uppi um að draga úr herafla Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. George W. Bush Bandaríkjaforseti minntist tvö þúsund fallinna hermanna í ræðu í Salt Lake City í fyrrakvöld.

Ellefu farast þegar hús hrynur

Í það minnsta ellefu manns krömdust til bana þegar íbúðarhús hrundi í borginni Mumbai á Indlandi, sem áður kallaðist Bombay. Um tuttugu eru sagðir fastir undir rústum byggingarinnar.

Forvarnargildi norrænna andfugla

Fuglaflensa er skæðasta flensa sem sögur fara af. Meira en helmingur þeirra sem hafa smitast af henni lifði veikindin ekki af. Vísindamenn segja hugsanlegt að endur á norðurslóðum geti verið eins konar forvörn.

Slökkvistarf gengur betur

Betur gengur nú en áður að ráða niðurlögum skógareldanna í Portúgal, sem hafa geisað þar að undanförnu.

Kæfður og vafinn inn í segldúk

Skoskir lögreglumenn upplýstu í gær að Rory Blackhall, ellefu ára, hefði að öllum líkindum verið myrtur en lík hans fannst á sunnudaginn. Málið hefur að vonum vakið mikinn óhug í Bretlandi.

Tíminn of naumur

Formaður stjórnarskrárnefndar Íraks telur þrjá daga ekki nægja til að ná samkomulagi um stjórnskipan landsins. Vera má að plaggið verði borið undir þjóðaratkvæði þrátt fyrir andstöðu súnnía.

Brottflutningnum lokið

Rýmingu 25 landnemabyggða á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni lauk í gær. Þrátt fyrir mikla andstöðu á meðal heittrúaðra gyðinga kom til mun minni átaka en óttast hafði verið.

Sannleikurinn um píanómanninn

Einhver leyndardómsfyllsta frétt sumarsins fjallaði um mállausan píanóleikara sem fannst rennandi blautur á breskri strönd. Eftir mánaðadvöl á breskri sjúkrastofnun er sannleikurinn um hann loksins kominn í ljós.

Kynjaaðskilnaður í strætó

Yfirvöld í Nígeríu hafa ákveðið að grípa til aðgerða til þess að sporna gegn siðferðilegri hnignun í borginni Kanó í norðurhluta landsins.

Vilja ekki fleiri trúarskóla

Tveir þriðju hlutar Breta eru mótfallnir áformum ríkisstjórnarinnar um að fjölga skólum reknum af trúfélögum í landinu, samkvæmt skoðanakönnun sem breska blaðið The Guardian lét vinna. Tilgangurinn er að fjölga valkostum í skólakerfinu.

Deilt um öryggismyndavélar

Fregnum ber ekki saman af því hvort öryggismyndavélar á Stockwell neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum hafi verið í lagi daginn sem Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezes var skotinn af lögreglunni. <b style="mso-bidi-font-weight: normal" /> </strong />

Trúleysi veldur páfa áhyggjum

Benedikt sextándi páfi, kom í gærkvöld til Ítalíu, eftir fjögurra daga heimsókn til Þýskalands þar sem hann sagði kaþólskum biskupum að þeir yrðu að leggja meira á sig til að fá menn í prestastarfið og til að fá fólk til að ganga í kaþólsku kirkjuna.

Rýmingu Gaza nær lokið

Búið er að rýma nær allar landnemabyggðir á Gaza og segja ísraelsk stjórnvöld brottflutninginn hafa gengið mun betur fyrir sig en áætlað var í byrjun.

Sjá næstu 50 fréttir