Fjórtán börn fórust í brunanum 26. ágúst 2005 00:01 Sautján afrískir innflytjendur fórust í eldsvoða í hrörlegu fjölbýlishúsi París í fyrrinótt, þar af voru fjórtán börn. Harmleikurinn hefur beint kastljósinu að bágum aðbúnaði innflytjenda í landinu. Eldurinn kom upp í húsi í 13. hverfinu en þar bjuggu afrískir innflytjendur frá Senegal og Malí, hundrað börn og þrjátíu fullorðnir. Talið er að eldurinn hafi kviknað á jarðhæð hússins undir miðnætti og næstu þrjár klukkustundirnar teygðu logarnir sig upp bygginguna svo að íbúarnir, sem flestir voru í fasta svefni, áttu sér enga undankomuleið. Fjórtán börn voru á meðal þeirra sautján sem létust en 23 voru fluttir á sjúkrahús. Serge Blisko, hverfisstjóri, sagði að svo virtist sem flestir hefðu andast í svefni vegna reykeitrunar en slökkviliðsmenn telja að einhverjir hafi látist af sárum sínum. "Ég heyrði börn gráta og fullorðna öskra," sagði Oumar Cisse, íbúi í húsinu, sem komst naumlega úr eldhafinu. "Mörg börn kölluðu í angist sinni á foreldra sína og fólk stökk ofan úr gluggum." Cisse bætti því við að húsið hefði verið í mjög slæmu ásigkomulagi og þar hafi verið krökkt af rottum, músum og öðrum kvikindum. Fólkið hafi beðið eftir betra húsnæði síðan 1991 en ekkert hafi gerst. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögregla að rannsókn á þeim. Þó er talið ólíklegt að rafmagn hafi valdið brunanum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem mannskæður eldsvoði kemur upp í híbýlum innflytjenda í París en í apríl fórust 24 þegar hótel brann til kaldra kola. Mikil reiði ríkir í Frakklandi vegna slæms kosts sem Afríkubúar virðast þurfa að sætta sig við. "Í París eru engin hús fyrir barnmargar fjölskyldur," sagði Dogad Dogoui, formaður samtaka afrískra innflytjenda í Frakklandi í samtali við BBC. "Þessi börn eru frönsk börn. Þau eru þeldökk en engu að síður frönsk. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda að finna þeim mannsæmandi bústað." Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti yfir hryggð sinni í yfirlýsingu og Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra fór á vettvang og skoðaði verksummerki. Honum var að sögn CNN mjög brugðið. Erlent Fréttir Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Sautján afrískir innflytjendur fórust í eldsvoða í hrörlegu fjölbýlishúsi París í fyrrinótt, þar af voru fjórtán börn. Harmleikurinn hefur beint kastljósinu að bágum aðbúnaði innflytjenda í landinu. Eldurinn kom upp í húsi í 13. hverfinu en þar bjuggu afrískir innflytjendur frá Senegal og Malí, hundrað börn og þrjátíu fullorðnir. Talið er að eldurinn hafi kviknað á jarðhæð hússins undir miðnætti og næstu þrjár klukkustundirnar teygðu logarnir sig upp bygginguna svo að íbúarnir, sem flestir voru í fasta svefni, áttu sér enga undankomuleið. Fjórtán börn voru á meðal þeirra sautján sem létust en 23 voru fluttir á sjúkrahús. Serge Blisko, hverfisstjóri, sagði að svo virtist sem flestir hefðu andast í svefni vegna reykeitrunar en slökkviliðsmenn telja að einhverjir hafi látist af sárum sínum. "Ég heyrði börn gráta og fullorðna öskra," sagði Oumar Cisse, íbúi í húsinu, sem komst naumlega úr eldhafinu. "Mörg börn kölluðu í angist sinni á foreldra sína og fólk stökk ofan úr gluggum." Cisse bætti því við að húsið hefði verið í mjög slæmu ásigkomulagi og þar hafi verið krökkt af rottum, músum og öðrum kvikindum. Fólkið hafi beðið eftir betra húsnæði síðan 1991 en ekkert hafi gerst. Eldsupptök eru ókunn og vinnur lögregla að rannsókn á þeim. Þó er talið ólíklegt að rafmagn hafi valdið brunanum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem mannskæður eldsvoði kemur upp í híbýlum innflytjenda í París en í apríl fórust 24 þegar hótel brann til kaldra kola. Mikil reiði ríkir í Frakklandi vegna slæms kosts sem Afríkubúar virðast þurfa að sætta sig við. "Í París eru engin hús fyrir barnmargar fjölskyldur," sagði Dogad Dogoui, formaður samtaka afrískra innflytjenda í Frakklandi í samtali við BBC. "Þessi börn eru frönsk börn. Þau eru þeldökk en engu að síður frönsk. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og borgaryfirvalda að finna þeim mannsæmandi bústað." Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti yfir hryggð sinni í yfirlýsingu og Nicolas Sarkozy innanríkisráðherra fór á vettvang og skoðaði verksummerki. Honum var að sögn CNN mjög brugðið.
Erlent Fréttir Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira