Erlent

Reynt að ráða ráðherra af dögum

Ibrahim Malsagov, forsætisráðherra Ingúsetíu í Suður-Rússlandi, særðist í dag þegar sprengja sprakk nærri bifreið hans í bænum Nazran í héraðinu. Einn lífvarða forsætisráðherrans lést í tilræðinu og þá særðust tveir til viðbótar. Interfax-fréttastofan hefur eftir háttsettum manni innan lögreglunnar í Ingúsetíu að önnur en minni sprengja hefði sprungið fyrr um daginn og hafi henni verið ætlað að draga athygli öryggissveita frá ráðherranum. Lögregla gefur ekki upp hverja hún telji hafa staðið á bak við tilræðið, en þess má geta að þetta er önnur sprengingin í Nazran á fjórum dögum. Á mánudaginn lést einn og tveir særðust í sprengingu á markaðstorgi í bænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×