Fleiri fréttir

Dæmd fyrir pyntingar

Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003.

Ebola-veirunnar vart í V-Kongó

Ebola-veirunnar hefur aftur orðið vart í Vestur-Kongó og hafa níu manns látist af hennar völdum frá apríllokum. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í dag. Veiran fannst í norðvesturhluta landsins en þar létust um 150 manns af sömu orsökum fyrir tveimur árum.

Valdahlutföllin að breytast

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni.

Urðu við óskum Castro

Eftir áeggjan Kúbverja hafa Bandaríkjamenn handtekið kúbverskan mann sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu árum síðan.

Gerðu 240 kíló af heróíni upptæk

Afganska lögreglan gerði rúmlega 240 kíló af heróíni upptæk og eyðilagði nokkrar tilraunastofur þar sem eiturlyf vour búin til í áhlaupi á nokkra staði í Nangahar-héraði í austurhluta landsins. Þá lögðu fíkniefnalögreglumenn einnig hald á töluvert af efnum til eiturlyfjagerðar.

Niðurskurðarstofnun skorin niður

Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp.

Skotinn eftir árás með öxi

Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða.

Kyrkislanga étur gæluhunda

Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi.

Blair heitir þjóðaratkvæði

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið.

Rannsóknar krafist á skothríð

Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, talsmenn fleiri alþjóðastofnana og ráðamenn ýmissa ríkja heims kölluðu eftir því í gær að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka ásakanir um að hermenn í Úsbekistan hefðu skotið til bana hundruð mótmælenda í óeirðum þar í lok síðustu viku.

Kosningar boðaðar í Póllandi

Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að þingkosningar færu fram í landinu hinn 25. september næstkomandi.

Leysigeislar umhverfis Washington

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur umkringt Washington-borg með leysigeislum til þess að hindra að flugvélar fljúgi án leyfis yfir höfuðborgina.

Borgi 66 milljarða í skaðabætur

Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 milljarða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998.

Fjórir féllu í morgun

Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða.

Enn skotið að fólki í Úsbekistan

Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans.

Ný lög um öryggismál

Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett.

Mannrán vekur upp ótta

Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak.

Morðingja leitað í Alsír

Ellefu alsírskir hermenn féllu á sunnudaginn þegar hópur uppreisnarmanna, sem talið er að tengist al-Qaida, sátu fyrir þeim og gerðu á þá árásir með sprengjum og vélbyssum. Tvær þyrlur og fjölmennt herlið hafa hafið leit að uppreisnarmönnunum sem flýðu inn í skóglendi nærri borginni Kenkela.

Dómsuppkvaðningu enn frestað

Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur.

Tjáir sig aðeins með tónlist

Óþekktur maður, sem fannst ráfandi um götur Kent í Englandi fyrir nærri einum og hálfum mánuði síðan, hefur eingöngu tjáð sig með tónlist síðan. Maðurinn hefur ekki sagt orð síðan hann fannst blautur og kaldur í byrjun apríl.

Fyrir rétti vegna Beslan-árásar

Réttarhöld hófust í dag yfir tsjetsjenskum skæruliða sem tók þátt í árásinni á grunnskólann í Beslan á síðasta ári þar sem 330 manns létust, aðallega konur og börn. 

Fóru naktar að heimili forsetans

Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt.

169 látnir samkvæmt yfirvöldum

Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið.

Danskir fréttamenn í verkfalli

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 

Dönsk börn hætt að hreyfa sig

Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 

Farsímar hættulegri úti á landi

Sænsk rannsókn leiðir í ljós að mun hættulegra er að tala í farsíma í dreifbýli en þéttbýli. Farsímanotendur í dreifbýli eru þrisvar sinnum líklegri til að fá illkynja heilaæxli en þeir sem nota farsíma í þéttbýli.

Dregið úr matardreifingu í Afríku?

Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í dag að draga verði verulega úr matvæladreifingu í Afríku á þessu ári, ef fjárframlög muni ekki aukast umtalsvert á næstunni. Samtökin segja að þau hafi aðeins fengið tæplega helming þess fjármagns sem lofað hafi verið fyrir þetta ár.

Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð

Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu.

Svíar íhuguðu innrás í Noreg

Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð.

Hlýddu kalli Castro

Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela.

Deildar meiningar um mannfall

Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug.

Réttað yfir Kulayev

Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust.

Gengið gegn hryðjuverkum

Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag.

Stjórnin segist hafa haldið velli

Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið.

Newsweek sæti ábyrgð

Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka.

Ákærður fyrir skopmyndateikningu

Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra.

Verst ásökunum þingnefndar

Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl.

Konungur fjarri þjóðhátíð

Norðmenn héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í gær, en þann 17. maí minnast þeir þess er fyrsta norska stjórnarskráin var samþykkt á Eiðsvelli árið 1814. Tugþúsundir Óslóarbúa tóku þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í tilefni dagsins.

Senda Pútín langt nef

Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós".

Khodorkovskí-dóms beðið enn

Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag.

Blair boðar lagaskriðu

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í gær áform um uppstokkun á breska velferðarkerfinu, virka baráttu gegn hryðjuverkum og upptöku persónuskilríkja sem Bretar hafa verið án frá því í síðari heimsstyrjöld, í löggjafaráætlun ríkisstjórnar hans við upphaf þriðja kjörtímabilsins.

Mæður og ömmur grétu

Mæður og ömmur grétu í dómsal í Suður-Ossetíu í dag þegar eini eftirlifandi tsjetsjenski skæruliðinn, sem gerði árás á grunnskólann í Beslan á síðasta ári, var leiddur fyrir dómara. 330 létust í árásinni, helmingurinn börn.

Las þingmönnum pistilinn

Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein.

Sjá næstu 50 fréttir