Fleiri fréttir Dæmd fyrir pyntingar Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003. 18.5.2005 00:01 Ebola-veirunnar vart í V-Kongó Ebola-veirunnar hefur aftur orðið vart í Vestur-Kongó og hafa níu manns látist af hennar völdum frá apríllokum. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í dag. Veiran fannst í norðvesturhluta landsins en þar létust um 150 manns af sömu orsökum fyrir tveimur árum. 18.5.2005 00:01 Valdahlutföllin að breytast Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. 18.5.2005 00:01 Urðu við óskum Castro Eftir áeggjan Kúbverja hafa Bandaríkjamenn handtekið kúbverskan mann sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. 18.5.2005 00:01 Gerðu 240 kíló af heróíni upptæk Afganska lögreglan gerði rúmlega 240 kíló af heróíni upptæk og eyðilagði nokkrar tilraunastofur þar sem eiturlyf vour búin til í áhlaupi á nokkra staði í Nangahar-héraði í austurhluta landsins. Þá lögðu fíkniefnalögreglumenn einnig hald á töluvert af efnum til eiturlyfjagerðar. 18.5.2005 00:01 Niðurskurðarstofnun skorin niður Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp. 18.5.2005 00:01 Skotinn eftir árás með öxi Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða. 18.5.2005 00:01 Kyrkislanga étur gæluhunda Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi. 18.5.2005 00:01 Kjarnorka gegn gróðurhúsaáhrifum Kjarnorka heyrist æ oftar nefnd sem góður kostur í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Umhverfissinnum er ekki skemmt. 18.5.2005 00:01 Blair heitir þjóðaratkvæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið. 18.5.2005 00:01 Rannsóknar krafist á skothríð Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, talsmenn fleiri alþjóðastofnana og ráðamenn ýmissa ríkja heims kölluðu eftir því í gær að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka ásakanir um að hermenn í Úsbekistan hefðu skotið til bana hundruð mótmælenda í óeirðum þar í lok síðustu viku. 18.5.2005 00:01 Kosningar boðaðar í Póllandi Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að þingkosningar færu fram í landinu hinn 25. september næstkomandi. 18.5.2005 00:01 Leysigeislar umhverfis Washington Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur umkringt Washington-borg með leysigeislum til þess að hindra að flugvélar fljúgi án leyfis yfir höfuðborgina. 18.5.2005 00:01 Borgi 66 milljarða í skaðabætur Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 milljarða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998. 18.5.2005 00:01 Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. 17.5.2005 00:01 Enn skotið að fólki í Úsbekistan Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans. 17.5.2005 00:01 Ný lög um öryggismál Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett. 17.5.2005 00:01 Mannrán vekur upp ótta Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak. 17.5.2005 00:01 Morðingja leitað í Alsír Ellefu alsírskir hermenn féllu á sunnudaginn þegar hópur uppreisnarmanna, sem talið er að tengist al-Qaida, sátu fyrir þeim og gerðu á þá árásir með sprengjum og vélbyssum. Tvær þyrlur og fjölmennt herlið hafa hafið leit að uppreisnarmönnunum sem flýðu inn í skóglendi nærri borginni Kenkela. 17.5.2005 00:01 Dómsuppkvaðningu enn frestað Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur. 17.5.2005 00:01 Tjáir sig aðeins með tónlist Óþekktur maður, sem fannst ráfandi um götur Kent í Englandi fyrir nærri einum og hálfum mánuði síðan, hefur eingöngu tjáð sig með tónlist síðan. Maðurinn hefur ekki sagt orð síðan hann fannst blautur og kaldur í byrjun apríl. 17.5.2005 00:01 Fyrir rétti vegna Beslan-árásar Réttarhöld hófust í dag yfir tsjetsjenskum skæruliða sem tók þátt í árásinni á grunnskólann í Beslan á síðasta ári þar sem 330 manns létust, aðallega konur og börn. 17.5.2005 00:01 Fóru naktar að heimili forsetans Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt. 17.5.2005 00:01 169 látnir samkvæmt yfirvöldum Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið. 17.5.2005 00:01 Danskir fréttamenn í verkfalli Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 17.5.2005 00:01 Dönsk börn hætt að hreyfa sig Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 17.5.2005 00:01 Farsímar hættulegri úti á landi Sænsk rannsókn leiðir í ljós að mun hættulegra er að tala í farsíma í dreifbýli en þéttbýli. Farsímanotendur í dreifbýli eru þrisvar sinnum líklegri til að fá illkynja heilaæxli en þeir sem nota farsíma í þéttbýli. 17.5.2005 00:01 Lést eftir stökk úr Eiffelturninum Norskur ofurhugi lést eftir misheppnað fallhlífarstökk úr Eiffel-turninum í París í fyrrakvöld. 17.5.2005 00:01 Dregið úr matardreifingu í Afríku? Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í dag að draga verði verulega úr matvæladreifingu í Afríku á þessu ári, ef fjárframlög muni ekki aukast umtalsvert á næstunni. Samtökin segja að þau hafi aðeins fengið tæplega helming þess fjármagns sem lofað hafi verið fyrir þetta ár. 17.5.2005 00:01 Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. 17.5.2005 00:01 Svíar íhuguðu innrás í Noreg Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð. 17.5.2005 00:01 Hlýddu kalli Castro Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela. 17.5.2005 00:01 Deildar meiningar um mannfall Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug. 17.5.2005 00:01 Réttað yfir Kulayev Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. 17.5.2005 00:01 Gengið gegn hryðjuverkum Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag. 17.5.2005 00:01 Stjórnin segist hafa haldið velli Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. 17.5.2005 00:01 Newsweek sæti ábyrgð Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka. 17.5.2005 00:01 Ákærður fyrir skopmyndateikningu Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. 17.5.2005 00:01 Verst ásökunum þingnefndar Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl. 17.5.2005 00:01 Konungur fjarri þjóðhátíð Norðmenn héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í gær, en þann 17. maí minnast þeir þess er fyrsta norska stjórnarskráin var samþykkt á Eiðsvelli árið 1814. Tugþúsundir Óslóarbúa tóku þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í tilefni dagsins. 17.5.2005 00:01 Senda Pútín langt nef Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós". 17.5.2005 00:01 Khodorkovskí-dóms beðið enn Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag. 17.5.2005 00:01 Blair boðar lagaskriðu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í gær áform um uppstokkun á breska velferðarkerfinu, virka baráttu gegn hryðjuverkum og upptöku persónuskilríkja sem Bretar hafa verið án frá því í síðari heimsstyrjöld, í löggjafaráætlun ríkisstjórnar hans við upphaf þriðja kjörtímabilsins. 17.5.2005 00:01 Mæður og ömmur grétu Mæður og ömmur grétu í dómsal í Suður-Ossetíu í dag þegar eini eftirlifandi tsjetsjenski skæruliðinn, sem gerði árás á grunnskólann í Beslan á síðasta ári, var leiddur fyrir dómara. 330 létust í árásinni, helmingurinn börn. 17.5.2005 00:01 Las þingmönnum pistilinn Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. 17.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmd fyrir pyntingar Herréttur í Texas hefur dæmt Sabrinu Harman í sex mánaða fangelsi fyrir að misþyrma íröskum föngum í Abu Ghraib-fangelsinu síðla árs 2003. 18.5.2005 00:01
Ebola-veirunnar vart í V-Kongó Ebola-veirunnar hefur aftur orðið vart í Vestur-Kongó og hafa níu manns látist af hennar völdum frá apríllokum. Frá þessu greindi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í dag. Veiran fannst í norðvesturhluta landsins en þar létust um 150 manns af sömu orsökum fyrir tveimur árum. 18.5.2005 00:01
Valdahlutföllin að breytast Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í næstu viku. Ríki sem hlynnt eru hvalveiðum hafa sótt í sig veðrið á undanförnum misserum og ætla sér stóra hluti á fundinum. Íslenska sendinefndin varar þó við of mikilli bjartsýni. 18.5.2005 00:01
Urðu við óskum Castro Eftir áeggjan Kúbverja hafa Bandaríkjamenn handtekið kúbverskan mann sem grunaður er um að hafa framið hryðjuverk fyrir tæpum þrjátíu árum síðan. 18.5.2005 00:01
Gerðu 240 kíló af heróíni upptæk Afganska lögreglan gerði rúmlega 240 kíló af heróíni upptæk og eyðilagði nokkrar tilraunastofur þar sem eiturlyf vour búin til í áhlaupi á nokkra staði í Nangahar-héraði í austurhluta landsins. Þá lögðu fíkniefnalögreglumenn einnig hald á töluvert af efnum til eiturlyfjagerðar. 18.5.2005 00:01
Niðurskurðarstofnun skorin niður Tékknesk yfirvöld, sem vinna nú að því að einfalda stjórnsýslu og draga úr skrifræði í kjölfar þess að járntjaldið féll, hafa byrjað á vitlausum enda ef svo má segja. Fjörutíu starfsmönnum stofnunar sem gera átti kerfið skilvirkara og draga úr útþenslu þess hefur nefnilega verið sagt upp. 18.5.2005 00:01
Skotinn eftir árás með öxi Lögreglumenn í Larvik í Noregi skutu í dag til bana mann sem ógnaði þeim með kjötöxi. Maður hringdi til lögreglunnar í Larvik síðdegis og sagði að verið væri að ógna sér með hnífi. Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndu þeir að fá hnífamanninn til þess að leggja vopnið frá sér. Þegar hann sinnti því ekki beittu þeir piparúða. 18.5.2005 00:01
Kyrkislanga étur gæluhunda Íbúum auðmannahverfis í Maníla á Filippseyjum var brugðið þegar fjórtán feta kyrkislanga skreið þar um götur og át gæluhunda þeirra. Öryggisverðir voru kallaðir til og tóku þeir slönguna og komu henni í búr. Það var auðséð á miklum belg á slöngunni að hún var nýbúin að ná sér í góða máltíð sem hún var að melta. Eftir fjóra daga í búrinu skyrpti hún út því sem eftir var af hundshræi. 18.5.2005 00:01
Kjarnorka gegn gróðurhúsaáhrifum Kjarnorka heyrist æ oftar nefnd sem góður kostur í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Umhverfissinnum er ekki skemmt. 18.5.2005 00:01
Blair heitir þjóðaratkvæði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að breskir kjósendur myndu fá tækifæri til að greiða atkvæði um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins, óháð því hver dómur franskra kjósenda verður um málið. 18.5.2005 00:01
Rannsóknar krafist á skothríð Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, talsmenn fleiri alþjóðastofnana og ráðamenn ýmissa ríkja heims kölluðu eftir því í gær að óháðum aðilum yrði falið að rannsaka ásakanir um að hermenn í Úsbekistan hefðu skotið til bana hundruð mótmælenda í óeirðum þar í lok síðustu viku. 18.5.2005 00:01
Kosningar boðaðar í Póllandi Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær að þingkosningar færu fram í landinu hinn 25. september næstkomandi. 18.5.2005 00:01
Leysigeislar umhverfis Washington Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur umkringt Washington-borg með leysigeislum til þess að hindra að flugvélar fljúgi án leyfis yfir höfuðborgina. 18.5.2005 00:01
Borgi 66 milljarða í skaðabætur Morgan Stanley verður að greiða fjárfestinum Ron Perelman andvirði 66 milljarða króna í skaðabætur. Þetta er niðurstaða dómstóls í Flórída sem komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði beitt svikum og hjálpað Sunbeam að hafa fé af fjárfestum í viðskiptum árið 1998. 18.5.2005 00:01
Fjórir féllu í morgun Fjórir hermenn féllu í valinn í bardögum við uppreisnarmenn nærri kjarnorkuveri í suðurhluta Íraks í morgun. Að sögn írakska hersins voru hermennirnir við skyldustörf þegar uppreisnarmennirnir létu til skarar skríða. 17.5.2005 00:01
Enn skotið að fólki í Úsbekistan Enn berast fregnir af byssugelti í borginni Andijan í Úsbekistan. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans. 17.5.2005 00:01
Ný lög um öryggismál Ný lög um öryggismál og heilbrigðisþjónustu verða efsta á baugi í stefnumálum verkamannaflokksins á nýju kjörtímabili. Elísabet Bretlandsdrottning mun síðar í dag kynna stefnumál flokksins við hátíðlega athöfn þegar þingið í Bretlandi verður sett. 17.5.2005 00:01
Mannrán vekur upp ótta Rán fjögurra vopnaðra manna á ítölskum hjálparstarfsmanni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær hefur vakið upp ótta um að uppreisnarmenn þar hyggist taka upp sömu aðferðir og notaðar eru í Írak. 17.5.2005 00:01
Morðingja leitað í Alsír Ellefu alsírskir hermenn féllu á sunnudaginn þegar hópur uppreisnarmanna, sem talið er að tengist al-Qaida, sátu fyrir þeim og gerðu á þá árásir með sprengjum og vélbyssum. Tvær þyrlur og fjölmennt herlið hafa hafið leit að uppreisnarmönnunum sem flýðu inn í skóglendi nærri borginni Kenkela. 17.5.2005 00:01
Dómsuppkvaðningu enn frestað Dómsuppkvaðningu í máli rússneska auðjöfursins Mikhails Khodorkovskys, eiganda Yukos-olíurisans, hefur enn á ný verið frestað þangað til á morgun. Enginn vafi virðist þó leika á því að Khodorkovsky verði fundinn sekur. 17.5.2005 00:01
Tjáir sig aðeins með tónlist Óþekktur maður, sem fannst ráfandi um götur Kent í Englandi fyrir nærri einum og hálfum mánuði síðan, hefur eingöngu tjáð sig með tónlist síðan. Maðurinn hefur ekki sagt orð síðan hann fannst blautur og kaldur í byrjun apríl. 17.5.2005 00:01
Fyrir rétti vegna Beslan-árásar Réttarhöld hófust í dag yfir tsjetsjenskum skæruliða sem tók þátt í árásinni á grunnskólann í Beslan á síðasta ári þar sem 330 manns létust, aðallega konur og börn. 17.5.2005 00:01
Fóru naktar að heimili forsetans Fimmtán mexíkóskar konur örkuðu um naktar fyrir framan heimili forseta Mexíkós í gær og kröfðust afsagnar tveggja þingmanna vegna spillingar. Konurnar eru í hópi 800 indíána frá Veracruz en þær segja mennina eiga að vera rekna úr embætti fyrir að hafa gert land þeirra upptækt. 17.5.2005 00:01
169 látnir samkvæmt yfirvöldum Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið. 17.5.2005 00:01
Danskir fréttamenn í verkfalli Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. 17.5.2005 00:01
Dönsk börn hætt að hreyfa sig Dönsk börn hreyfa sig allt of lítið samkvæmt nýrri danskri rannsókn. Í stað þess að hreyfa sig útivið sitja þau meira en þrjár klukkustundir daglega fyrir framan sjónvarp eða tölvu. 17.5.2005 00:01
Farsímar hættulegri úti á landi Sænsk rannsókn leiðir í ljós að mun hættulegra er að tala í farsíma í dreifbýli en þéttbýli. Farsímanotendur í dreifbýli eru þrisvar sinnum líklegri til að fá illkynja heilaæxli en þeir sem nota farsíma í þéttbýli. 17.5.2005 00:01
Lést eftir stökk úr Eiffelturninum Norskur ofurhugi lést eftir misheppnað fallhlífarstökk úr Eiffel-turninum í París í fyrrakvöld. 17.5.2005 00:01
Dregið úr matardreifingu í Afríku? Matarhjálp Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í dag að draga verði verulega úr matvæladreifingu í Afríku á þessu ári, ef fjárframlög muni ekki aukast umtalsvert á næstunni. Samtökin segja að þau hafi aðeins fengið tæplega helming þess fjármagns sem lofað hafi verið fyrir þetta ár. 17.5.2005 00:01
Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. 17.5.2005 00:01
Svíar íhuguðu innrás í Noreg Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð. 17.5.2005 00:01
Hlýddu kalli Castro Kúbverjar í tugþúsundatali hlýddu kalli síns aldna leiðtoga, Fidel Castro, og fjölmenntu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Havana í morgun til að krefjast framsals kúbverska flóttamannsins Luis Posada. Posada er sakaður um hafa orðið sjötíu og þremur að bana árið 1976 þegar sprengja grandaði farþegaflugvél frá Venesúela. 17.5.2005 00:01
Deildar meiningar um mannfall Umfang mannfalls í átökum hermanna við mótmælendur í Kirgisistan er mjög á reiki. Andstæðingar Karimovs forseta telja að 745 manns hafi beðið bana en því vísa stjórnvöld á bug. 17.5.2005 00:01
Réttað yfir Kulayev Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. 17.5.2005 00:01
Gengið gegn hryðjuverkum Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag. 17.5.2005 00:01
Stjórnin segist hafa haldið velli Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. 17.5.2005 00:01
Newsweek sæti ábyrgð Afganskir ráðamenn eru æfir út í bandaríska tímaritið Newsweek vegna frétta þess um vanhelgun Kóransins í fangabúðunum í Guantanamo sem það síðar dró til baka. 17.5.2005 00:01
Ákærður fyrir skopmyndateikningu Réttarhöld hófust í gær yfir Erdil Yasaroglu, eiganda vikublaðsins Penguen, en hann hefur verið ákærður fyrir að birta skopmyndir af Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. 17.5.2005 00:01
Verst ásökunum þingnefndar Bandarísk þingnefnd sakar breska, franska og rússneska stjórnmálamenn, en einnig bandarísk fyrirtæki og stjórnvöld, um þátttöku í spillingu í kringum olíu-fyrir-mat áætlun SÞ í Írak. Ásakanir ganga á víxl. 17.5.2005 00:01
Konungur fjarri þjóðhátíð Norðmenn héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í gær, en þann 17. maí minnast þeir þess er fyrsta norska stjórnarskráin var samþykkt á Eiðsvelli árið 1814. Tugþúsundir Óslóarbúa tóku þátt í hátíðarhöldum í miðborginni í tilefni dagsins. 17.5.2005 00:01
Senda Pútín langt nef Pólska vikuritið Wprost hefur skorað á lesendur sína að senda rússneska forsetanum Vladimír Pútín póstkort sem tímaritið hefur látið gera, þar sem hann er sýndur með langt lyganef eins og Gosi í ævintýrinu alþekkta. Yfir tölvubreyttri myndinni af forsetanum er á pólsku og rússnesku áritunin "Með kveðju til Pútínokkíós". 17.5.2005 00:01
Khodorkovskí-dóms beðið enn Uppkvaðningu dómsins yfir rússneska auðjöfrinum Mikhaíl Khodorkovskí var fram haldið í Moskvu í gær, en dómhaldi aftur frestað án þess að dómsúrskurðurinn sjálfur væri kveðinn upp. Dómsuppkvaðningin hófst á mánudag. 17.5.2005 00:01
Blair boðar lagaskriðu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í gær áform um uppstokkun á breska velferðarkerfinu, virka baráttu gegn hryðjuverkum og upptöku persónuskilríkja sem Bretar hafa verið án frá því í síðari heimsstyrjöld, í löggjafaráætlun ríkisstjórnar hans við upphaf þriðja kjörtímabilsins. 17.5.2005 00:01
Mæður og ömmur grétu Mæður og ömmur grétu í dómsal í Suður-Ossetíu í dag þegar eini eftirlifandi tsjetsjenski skæruliðinn, sem gerði árás á grunnskólann í Beslan á síðasta ári, var leiddur fyrir dómara. 330 létust í árásinni, helmingurinn börn. 17.5.2005 00:01
Las þingmönnum pistilinn Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. 17.5.2005 00:01