Erlent

Stjórnin segist hafa haldið velli

Byltingarflokkur alþýðunnar, stjórnarflokkurinn í Eþíópíu, hefur þegar lýst yfir sigri í þingkosningum sem þar fóru fram um helgina en talsmaður hans viðurkenndi þó að stjórnarandstaðan hefði sótt örlítið í sig veðrið. Leiðtogar hennar segja hins vegar ótímabært að tilkynna úrslit enda eigi eftir að telja atkvæði stórs hluta kjósenda. Á síðasta kjörtímabili hafði stjórnarflokkurinn 95 prósent sæta á eþíópíska þinginu. Eftirlitsmaður á vegum Evrópusambandsins sagði að kosningarnar hefðu farið tiltölulega heiðarlega fram en hann átaldi þó stjórnina fyrir að lýsa yfir sigri svo snemma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×