Erlent

Flóttamenn fái hæli í Svíþjóð

Fimm stjórnmálaflokkar á sænska þinginu hyggjast leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að öllum flóttamönnum sem komið hafa til Svíþjóðar fram til síðustu áramóta verði veitt hæli í landinu. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri flokkurinn, Umhverfisflokkurinn, Miðflokkurinn, Kristilegir demókratar og Þjóðarflokkurinn. Með þessu eru flokkarnir að taka undir kröfu forystumanna sænsku þjóðkirkjunnar. Ef tillagan nær fram að ganga fá milli 20 og 30 þúsund manns sjálfkrafa hæli í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×