Erlent

Tjáir sig aðeins með tónlist

Óþekktur maður, sem fannst ráfandi um götur Kent í Englandi fyrir nærri einum og hálfum mánuði síðan, hefur eingöngu tjáð sig með tónlist síðan. Maðurinn hefur ekki sagt orð síðan hann fannst blautur og kaldur í byrjun apríl. Þegar manninum var sýnt píanó nokkrum dögum eftir að hann kom á spítalann í Kent skipti engum togum að hann settist við það og spilaði sleitulaust næstu tvo klukkutímana. Þykir saga mannsins minna um margt á píanóleikarann David Helfgott sem sagt var frá í myndinni The Shine. Starfsmenn spítalans í Kent segja hins vegar of mikið gert úr snilli mannsins á píanó, þó að vissulega virðist hann kunna eitthvað fyrir sér



Fleiri fréttir

Sjá meira


×