Fleiri fréttir Refsing ákveðin síðar Rússneski olíuauðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur, meðal annars um þjófnað og skattsvik. Málið hefur skaðað orðspor Pútíns Rússlandsforseta enda hefur allur málareksturinn gegn Khodorkovsky sætt mikilli gagnrýni á Vesturlöndum. Refsing yfir honum verður ákveðin síðar. 16.5.2005 00:01 Útilokar allar friðarviðræður Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin. 16.5.2005 00:01 70 enn saknað eftir ferjuslys Meira en sjötíu manns er enn saknað eftir að ferja sökk í fljótasiglingu í Bangladess í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir og er talið nánast öruggt að allir þeir sem saknað er séu látnir. 16.5.2005 00:01 Sprautuðu viagra í veðhlaupahesta Trú manna á stinningarlyfinu viagra virðist fá takmörk sett. Lögeglan á Ítalíu hefur handtekið hóp manna, sem taldir eru tangjast mafíunni þar í landi, fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit veðreiða með því að sprauta keppnishross með viagra. 16.5.2005 00:01 Kúveiskar konur fá kosningarétt Konur munu fá að taka þátt í kosningum í Kúveit í framtíðinni. Það er, þær geta bæði kosið og boðið sig fram. Tillaga um að konur fengju að taka þátt í kosningunum hefur verið til umræðu innan kúveiska þingsins undanfarnar vikur og hefur ekki gengið þrautalaust að fá hana samþykkta. 16.5.2005 00:01 Ítala rænt í Afganistan Ítölskum ríkisborgara var rænt í Afganistan í dag. Talsmaður í ítalska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, staðfesti þetta fyrir stundu. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið, t.a.m. kyn, aldur og starf þess sem rænt var. 16.5.2005 00:01 Venjulegir Danir gera út á vændi Millistéttarfólk í Danmörku, sem aldrei hefur komist í kast við lögin, er í auknum mæli farið að flytja erlendar konur til Danmerkur og gera þær út sem vændiskonur. 16.5.2005 00:01 Misréttis minnst á Norðurlöndum Efnahagslegt kynjamisrétti er minnst á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslu samtakanna World Economic Forum (WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamisréttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Danmörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrklandi og Pakistan. 16.5.2005 00:01 Khodorkovskí sakfelldur Rússneskir dómstólar fundu auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dómsuppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg. 16.5.2005 00:01 Írakar sagðir hafa mútað Rússum Menn úr ríkisstjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmálamanna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 16.5.2005 00:01 Ofdrykkja fer verr með konur Konur eru mun líklegri til að verða fyrir skaða af völdum áfengis en karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi. BBC greinir frá þessu. 16.5.2005 00:01 Réttarhöld í Beslan hefjast Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag. 16.5.2005 00:01 Níkaragvamenn óvelkomnir til BNA Dagblað í Managua greindi frá því að Bandaríkin hefðu bannað 89 stjórnmálamönnum frá Níkaragva að koma til landsins á þeim forsendum að þeir væru spilltir og hefðu stutt við bakið á hryðjuverkamönnum. 16.5.2005 00:01 Móðir hengdi son sinn Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja 4 ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum á laugardag fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það. 16.5.2005 00:01 Uppreisn í Úsbekistan Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undanfarna daga í mótmælum gegn ríkisstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisnarmenn réðust í fangelsi í borginni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga. 16.5.2005 00:01 Þáðu mútur frá Saddam? Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Pútíns Rússlandsforseta og þjóðernisöfgamaðurinn Zhirinovsky eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Saddam Hussein. Í staðinn áttu þeir að tala máli Íraksstjórnar, bæði í Moskvu og á alþjóðavettvangi. 16.5.2005 00:01 Enn skothríð í Úsbekistan Enn má heyra skothríð í bænum Andijan í Úsbekistan þar sem íbúar risu upp gegn yfirvöldum fyrir helgi. Svo virðist sem uppreisnin sé að breiðast út um landið því að yfirvöld hafa nú einnig lokað nálægum landamærabæ vegna mótmæla og óeirða. 16.5.2005 00:01 Eldur í neðanjarðarlest í Svíþjóð Tólf voru lagðir inn á sjúkrahús í Stokkhólmi með reykeitrun eftir að eldur kom upp í neðanjarðarlest snemma í morgun. Lögregla telur líklegt að brennuvargur hafi verið á ferð. 16.5.2005 00:01 Hóta heilögu stríði 300 múslímaklkerkar í Afganistan hafa hótað heilögu stríði gegn Bandaríkjunum ef þau framselji ekki þrjá hermenn sem eru sagðir hafa vanvirt hina helgu bók þeirra Kóraninn við yfirheyrslur í Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríkjamönnum er gefinn þriggja daga frestur til að verða við þessari kröfu. 15.5.2005 00:01 Rice óvænt í heimsók til Íraks Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Hún mun funda með pólitískum leiðtogum þar í landi um leiðir til þess að binda enda á óöldina sem þar ríkir. Rice sagði við fréttamenn, sem fylgdu henni eftir, að uppreisnir verði ekki brotnar á bak með hervaldi heldur með því að hafa sterka pólitíska stefnu sem þjóðin sætti sig við. 15.5.2005 00:01 Skæruliðar ræna börnum í Nepal Skæruliðar maóista í Vestur-Nepal hafa rænt að minnsta kosti 450 skólabörnum á síðustu þremur dögum. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist á og barið starfsmenn hjálparstofnana sem hefur leitt til þess að þeir hafa lagt niður störf. Skæruliðarnir ræna iðulega skólabörnum og halda yfir þeim áróðursfyrirlestra. Þeim er þó yfirleitt skilað ómeiddum eftir nokkra daga. 15.5.2005 00:01 Segja uppreisn hafa breiðst út Uppreisnin í Úsbekistan hefur nú breiðst út til fleiri borga og fólk er ofsareitt forseta landsins eftir að hundruð manna voru skotnir til bana á föstudag. 15.5.2005 00:01 Alvarlegt ferjuslys í Bangladess Óttast er að tugir hafi drukknað þegar ferja sökk á fljóti í suðurhluta Bangladess í dag. Um hundrað manns voru í ferjunni sem lenti í óveðri með þeim afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. Lögregla á staðnum segir að búið sé að bjarga nokkrum og þá segja vitni að um 20 manns hafi náð að synda að árbakkanum. 15.5.2005 00:01 Franskur kokkur drepinn með sverði Kokkur á barnaspítala í París lést í gær eftir að hann var stunginn með sverði á vinnustað sínum. Svo virðist sem hann hafi lent í deilum við kunningja sinn sem dró fram sverð og stakk kokkinn að minnsta kosti einu sinni þannig að hann hlaut bráðan bana af. Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu og segir hún að sálfræðirannsókn hafi leitt í ljós að hann sé heill á geði. 15.5.2005 00:01 Fundu lík af 34 Írökum um helgina Yfirvöld í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu um helgina fundið lík af 34 Írökum sem talið er að uppreisnarmenn hafi myrt. Lögregla fann 13 lík af fólki sem skotið hafði verið í höfuðið í ruslagámi í höfuðborginni Bagdad og þá fundust 10 hermenn látnir í borginni Ramadi, vestur af Bagdad. Enn fremur fann lögregla ellefu látna Íraka í svokölluðum dauðaþríhyrningi suður af Bagdad og höfðu fjóri þeirra verið afhöfðaðir. 15.5.2005 00:01 Fordæma meinta vanhelgun á Kórani Múslímaríki og -hópar stíga nú fram hver af öðrum og fordæma meinta vanhelgun á Kóraninum sem sagt er að hafi átt sér stað í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirvöld í Bangladess sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem verknaðurinn er fordæmdur og þess krafist að hinum seku verði refsað. Æðsti klerkur súnníta í Líbanon tekur í sama streng og fer fram á alþjóðlega rannsókn á málinu. 15.5.2005 00:01 Umbótasinnar fangelsaðir Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt þrjá umbótasinna í fangelsi fyrir að reyna að skapa óróa í landinu og bjóða yfirvöldum birginn. Þeir voru handteknir í mars í fyrra ásamt níu öðrum fyrir að biðla til konungsfjölskyldunnar um að koma á stjórnarskárbundnu konungsdæmi og flýta fyrir pólitískum umbótum í landinu. 15.5.2005 00:01 Sjálfstæðisafmæli fagnað Austurríkismenn minntust þess í dag að hálf öld er liðin frá því að landið öðlaðist aftur sjálfstæði í kjölfar þess að bandamenn úr síðari heimsstyrjöldinni yfirgáfu það. Helstu leiðtogar þjóðarinnar voru að því tilefni viðstaddir hátíðlega athöfn í Vín ásamt fulltrúum landanna fjögurra sem hernámu það í kjölfar loka síðari heimsstyrjaldarinnar. 15.5.2005 00:01 Samar ganga til kosninga Samar í Norður-Svíþjóð ganga til kosninga í dag en þá verður valinn 31 fulltrúi á Samaþingið. Sex flokkar berjast um sæti á þinginu sem er ráðgjafarþing og sér fyrst og fremst um að úthluta ríkisstyrkjum til samískra byggðarlaga í Svíþjóð. Meðal helstu kosningamála er hvort breyta eigi reglum sem kveða á um að atkvæðavægi samískra samfélaga sé í réttu hlutfalli við fjölda hreindýra í samfélögunum. 15.5.2005 00:01 Hvetur Úsbeka til samvinnu Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti úsbesk stjónvöld í dag til þess að hleypa starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins og erlendum eftirlitsmönnum inn í landið vegna frétta af því að hundruð mótmælenda hafi verið drepin í mótmælum í borginni Andijan á föstudag. 15.5.2005 00:01 Fjórar sprengingar á Spáni Litlar sprengjur sprungu í fjórum bæjum í Baskahéruðum Spánar í dag með þeim afleiðingum að þrír meiddust. Tvær sprengnanna sprungu við efnaverksmiðjur, sú þriðja við málningarverksmiðju og sú fjórða við málmvinnslu og þurftu tveir lögreglumenn og einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir að þeir höfðu andað að sér eiturefnum við aðra efnaverksmiðjuna. 15.5.2005 00:01 Segjast hafa rænt bílstjórum Írakskur uppreisnarhópur greindi frá því í dag að hann hefði rænt tveimur bílstjórum og hótar að drepa þá hætti fyrirtæki þeirra ekki starfsemi í landinu innan sólarhrings. Sjónvarpsstöðin Al Arabiya sýndi í dag myndband sem stöðinni barst, en á því voru mennirnir tveir ásamt hópi hettuklæddra manna sem beindu m.a. byssu að höfði annars mannanna. 15.5.2005 00:01 Hlutast til um mál hjúkrunarkvenna Forseti Búlgaríu, Georgi Parvanov, greindi frá því í dag að hann hygðist fara til Líbíu á næstunni til þess að ræða við þarlend stjórnvöld um mál fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna sem hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmdar til dauða fyrir að hafa viljandi sýkt á fimmta hundrað börn af HIV-veirunni. Fólkið, sem starfaði á sjúkrahúsí í landinu, hefur verið í haldi frá árinu 1999 en það segist hafa verið þvigað til að játa á sig glæpinn. 15.5.2005 00:01 Newsweek viðurkennir mistök Bandaríska tímaritið <em>Newsweek</em> hefur viðurkennt að frétt þess um að leyniþjónustumenn í fangabúðunum í Guantanamo-flóa hafi sturtað kóraninum niður um klósettið hafi líklega verið röng. Ritstjóri blaðsins biðst afsökunar á þessu í nýjasta hefti þess sem kemur út á morgun. Sextán manns létu lífið í Afganistan í óeirðum sem urðu vegna þessarar fréttar. 15.5.2005 00:01 Vinna að bóluefni gegn reykingum Tilraunir lyfjafyrirtækja til þess að finna upp bóluefni gegn reykingum, eru sagðar hafa skilað góðum árangri. Niðurstöður voru kynntar í dag. 15.5.2005 00:01 Frekari mótmæli í Andijan Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbekistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Fólkið var að mótmæla einræðisstjórn Islams Karimovs forseta sem hefur stjórnað landinu frá 1989. 14.5.2005 00:01 Níu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tyrkneskar hersveitir felldu í nótt níu kúrdíska uppreisnarmenn, þar af tvær konur, í austurhluta landsins. Tíu þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í sókn að herbúðum Kúrda á þessum slóðum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan hefðu verið ósanngjörn. 14.5.2005 00:01 Abbas til Washington í lok maí Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, mun eiga fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington hinn 26. þessa mánaðar. Bush bauð Abbas til Washington strax eftir að hann var kjörinn forseti 10. janúar síðastliðinn. 14.5.2005 00:01 Öflugur skjálfti á Súmötru Snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Súmötru í Indónesíu snemma í morgun og olli hann töluverðri skelfingu meðal íbúa eyjarinnar. Skjálftinn mældist 6,9 á Richter á átti upptök sín 50 kílómetra norðvestur af borginni Padang á vesturhluta eyjarinnar. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en hræddir íbúar víða á eyjunni flýðu upp á hálendi minnugir fljóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Indónesíu. 14.5.2005 00:01 Fréttamönnum vísað úr landi Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbeskistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. 14.5.2005 00:01 Bílsprengjuárás á írakska lögreglu Að minnsta kosti fjórir létust í árás á írakska lögreglu í miðborg Bagdad í dag. Sjálfsmorðsárásarmaður ók bíl sínum að lögreglumönnum á eftirlitsferð í miðborginni og sprengdi hann í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Þá bárust fregnir af því að níu bandarískir hermenn hefðu fallið í stórskotaárás á uppreisnarmenn í Anbar-héraði, nærri landamærum Sýrlands, sem staðið hefur í viku. 14.5.2005 00:01 Gegn verslun Dana í Þýskalandi Skattaráðherra Danmerkur ætlar að skera upp herör gegn verslun danskra ríkisborgara í Þýskalandi. 14.5.2005 00:01 Fundu fjöldagröf í Kosovo Réttarmeinafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa fundið fjöldagröf í bænum Malisevo í Kosovo-héraði. Líkin í gröfinni eru talin vera af Serbum sem saknað hefur verið síðan 1998 þegar Kosovo-Albanar og Serbar bárust á banaspjót í héraðinu. Nú þegar hafa sex lík fundist en réttarmeinafræðingarnir reikna með að finna fleiri á næstunni. 14.5.2005 00:01 Skellir skuldinni á öfgamenn Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir íslamska öfgamenn bera ábyrgð á mótmælunum og blóðbaðinu í borginni Andijan í gær. Þá skutu hermenn á mótmælendur sem safnast höfðu saman á götum borgarinnar til þess að mótmæla því að 23 kaupsýslumenn, sem sakaðir eru um að styðja við bakið á íslömskum uppreisnarmönnum, hefðu verið fangelsaðir. 14.5.2005 00:01 Fundað á Kóreuskaganum Norður- og Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að funda í næstu viku, réttum tíu mánuðum eftir að þeir ræddu síðast saman. Til stendur að ræða samskipti landanna auk þess sem Suður-Kóreumenn munu freista þess að fá nágranna sína aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 14.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Refsing ákveðin síðar Rússneski olíuauðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky var í morgun fundinn sekur, meðal annars um þjófnað og skattsvik. Málið hefur skaðað orðspor Pútíns Rússlandsforseta enda hefur allur málareksturinn gegn Khodorkovsky sætt mikilli gagnrýni á Vesturlöndum. Refsing yfir honum verður ákveðin síðar. 16.5.2005 00:01
Útilokar allar friðarviðræður Nýr leiðtogi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu segir að þeir muni aldrei óska eftir friðarviðræðum við Rússa. Hann segir í yfirlýsingu sem birtist á tsjetsjenskri vefsíðu í dag að friðarumleitanir forvera síns, Aslan Maskhadov, hafi ekki skilað neinu og augljóst sé að rússnesk stjórnvöld hafi ekki hug á að slíðra sverðin. 16.5.2005 00:01
70 enn saknað eftir ferjuslys Meira en sjötíu manns er enn saknað eftir að ferja sökk í fljótasiglingu í Bangladess í gær. Að minnsta kosti átján eru látnir og er talið nánast öruggt að allir þeir sem saknað er séu látnir. 16.5.2005 00:01
Sprautuðu viagra í veðhlaupahesta Trú manna á stinningarlyfinu viagra virðist fá takmörk sett. Lögeglan á Ítalíu hefur handtekið hóp manna, sem taldir eru tangjast mafíunni þar í landi, fyrir að reyna að hafa áhrif á úrslit veðreiða með því að sprauta keppnishross með viagra. 16.5.2005 00:01
Kúveiskar konur fá kosningarétt Konur munu fá að taka þátt í kosningum í Kúveit í framtíðinni. Það er, þær geta bæði kosið og boðið sig fram. Tillaga um að konur fengju að taka þátt í kosningunum hefur verið til umræðu innan kúveiska þingsins undanfarnar vikur og hefur ekki gengið þrautalaust að fá hana samþykkta. 16.5.2005 00:01
Ítala rænt í Afganistan Ítölskum ríkisborgara var rænt í Afganistan í dag. Talsmaður í ítalska sendiráðinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, staðfesti þetta fyrir stundu. Hann vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið, t.a.m. kyn, aldur og starf þess sem rænt var. 16.5.2005 00:01
Venjulegir Danir gera út á vændi Millistéttarfólk í Danmörku, sem aldrei hefur komist í kast við lögin, er í auknum mæli farið að flytja erlendar konur til Danmerkur og gera þær út sem vændiskonur. 16.5.2005 00:01
Misréttis minnst á Norðurlöndum Efnahagslegt kynjamisrétti er minnst á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslu samtakanna World Economic Forum (WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamisréttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Danmörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrklandi og Pakistan. 16.5.2005 00:01
Khodorkovskí sakfelldur Rússneskir dómstólar fundu auðkýfinginn Mikhaíl Khodorkovskí sekan um fjóra af sjö ákæruliðum en frekari dómsuppkvaðningu var frestað þar til í dag. Verjendur Khodorkovskí og stuðningsmenn segja að þeir hafi heyrt nóg til að vera fullvissir um að hinir úrskurðirnir falli á sama veg. 16.5.2005 00:01
Írakar sagðir hafa mútað Rússum Menn úr ríkisstjórn Saddams Hussein segja að þeir hafi látið milljónir dollara renna til rússneskra stjórnmálamanna í skiptum fyrir stuðning þeirra á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 16.5.2005 00:01
Ofdrykkja fer verr með konur Konur eru mun líklegri til að verða fyrir skaða af völdum áfengis en karlar samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Háskólanum í Heidelberg í Þýskalandi. BBC greinir frá þessu. 16.5.2005 00:01
Réttarhöld í Beslan hefjast Réttarhöldin yfir fyrstu sakborningunum sem er gefið að sök að hafa staðið að gíslatökunni í barnaskólanum í Beslan í Rússlandi í fyrra, hefjast í dag. 16.5.2005 00:01
Níkaragvamenn óvelkomnir til BNA Dagblað í Managua greindi frá því að Bandaríkin hefðu bannað 89 stjórnmálamönnum frá Níkaragva að koma til landsins á þeim forsendum að þeir væru spilltir og hefðu stutt við bakið á hryðjuverkamönnum. 16.5.2005 00:01
Móðir hengdi son sinn Móðir hefur verið ákærð fyrir að hengja 4 ára gamlan son sinn með laki. Konunni sem er 23 ára er gert að sök að hafa reiðst syni sínum á laugardag fyrir að hafa óhlýðnast henni og farið út að leika sér þrátt fyrir að hafa verið bannað það. 16.5.2005 00:01
Uppreisn í Úsbekistan Mótmælendur hafa farið mikinn í borginni Andijan í austurhluta Úsbekistans undanfarna daga í mótmælum gegn ríkisstjórn Islams Karimov. Meira en 700 manns hafa látist í landinu síðan á föstudag þegar uppreisnarmenn réðust í fangelsi í borginni og frelsuðu þaðan 23 pólitíska fanga. 16.5.2005 00:01
Þáðu mútur frá Saddam? Tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Pútíns Rússlandsforseta og þjóðernisöfgamaðurinn Zhirinovsky eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Saddam Hussein. Í staðinn áttu þeir að tala máli Íraksstjórnar, bæði í Moskvu og á alþjóðavettvangi. 16.5.2005 00:01
Enn skothríð í Úsbekistan Enn má heyra skothríð í bænum Andijan í Úsbekistan þar sem íbúar risu upp gegn yfirvöldum fyrir helgi. Svo virðist sem uppreisnin sé að breiðast út um landið því að yfirvöld hafa nú einnig lokað nálægum landamærabæ vegna mótmæla og óeirða. 16.5.2005 00:01
Eldur í neðanjarðarlest í Svíþjóð Tólf voru lagðir inn á sjúkrahús í Stokkhólmi með reykeitrun eftir að eldur kom upp í neðanjarðarlest snemma í morgun. Lögregla telur líklegt að brennuvargur hafi verið á ferð. 16.5.2005 00:01
Hóta heilögu stríði 300 múslímaklkerkar í Afganistan hafa hótað heilögu stríði gegn Bandaríkjunum ef þau framselji ekki þrjá hermenn sem eru sagðir hafa vanvirt hina helgu bók þeirra Kóraninn við yfirheyrslur í Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríkjamönnum er gefinn þriggja daga frestur til að verða við þessari kröfu. 15.5.2005 00:01
Rice óvænt í heimsók til Íraks Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Hún mun funda með pólitískum leiðtogum þar í landi um leiðir til þess að binda enda á óöldina sem þar ríkir. Rice sagði við fréttamenn, sem fylgdu henni eftir, að uppreisnir verði ekki brotnar á bak með hervaldi heldur með því að hafa sterka pólitíska stefnu sem þjóðin sætti sig við. 15.5.2005 00:01
Skæruliðar ræna börnum í Nepal Skæruliðar maóista í Vestur-Nepal hafa rænt að minnsta kosti 450 skólabörnum á síðustu þremur dögum. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist á og barið starfsmenn hjálparstofnana sem hefur leitt til þess að þeir hafa lagt niður störf. Skæruliðarnir ræna iðulega skólabörnum og halda yfir þeim áróðursfyrirlestra. Þeim er þó yfirleitt skilað ómeiddum eftir nokkra daga. 15.5.2005 00:01
Segja uppreisn hafa breiðst út Uppreisnin í Úsbekistan hefur nú breiðst út til fleiri borga og fólk er ofsareitt forseta landsins eftir að hundruð manna voru skotnir til bana á föstudag. 15.5.2005 00:01
Alvarlegt ferjuslys í Bangladess Óttast er að tugir hafi drukknað þegar ferja sökk á fljóti í suðurhluta Bangladess í dag. Um hundrað manns voru í ferjunni sem lenti í óveðri með þeim afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. Lögregla á staðnum segir að búið sé að bjarga nokkrum og þá segja vitni að um 20 manns hafi náð að synda að árbakkanum. 15.5.2005 00:01
Franskur kokkur drepinn með sverði Kokkur á barnaspítala í París lést í gær eftir að hann var stunginn með sverði á vinnustað sínum. Svo virðist sem hann hafi lent í deilum við kunningja sinn sem dró fram sverð og stakk kokkinn að minnsta kosti einu sinni þannig að hann hlaut bráðan bana af. Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu og segir hún að sálfræðirannsókn hafi leitt í ljós að hann sé heill á geði. 15.5.2005 00:01
Fundu lík af 34 Írökum um helgina Yfirvöld í Írak greindu frá því í dag að þau hefðu um helgina fundið lík af 34 Írökum sem talið er að uppreisnarmenn hafi myrt. Lögregla fann 13 lík af fólki sem skotið hafði verið í höfuðið í ruslagámi í höfuðborginni Bagdad og þá fundust 10 hermenn látnir í borginni Ramadi, vestur af Bagdad. Enn fremur fann lögregla ellefu látna Íraka í svokölluðum dauðaþríhyrningi suður af Bagdad og höfðu fjóri þeirra verið afhöfðaðir. 15.5.2005 00:01
Fordæma meinta vanhelgun á Kórani Múslímaríki og -hópar stíga nú fram hver af öðrum og fordæma meinta vanhelgun á Kóraninum sem sagt er að hafi átt sér stað í fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Yfirvöld í Bangladess sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem verknaðurinn er fordæmdur og þess krafist að hinum seku verði refsað. Æðsti klerkur súnníta í Líbanon tekur í sama streng og fer fram á alþjóðlega rannsókn á málinu. 15.5.2005 00:01
Umbótasinnar fangelsaðir Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt þrjá umbótasinna í fangelsi fyrir að reyna að skapa óróa í landinu og bjóða yfirvöldum birginn. Þeir voru handteknir í mars í fyrra ásamt níu öðrum fyrir að biðla til konungsfjölskyldunnar um að koma á stjórnarskárbundnu konungsdæmi og flýta fyrir pólitískum umbótum í landinu. 15.5.2005 00:01
Sjálfstæðisafmæli fagnað Austurríkismenn minntust þess í dag að hálf öld er liðin frá því að landið öðlaðist aftur sjálfstæði í kjölfar þess að bandamenn úr síðari heimsstyrjöldinni yfirgáfu það. Helstu leiðtogar þjóðarinnar voru að því tilefni viðstaddir hátíðlega athöfn í Vín ásamt fulltrúum landanna fjögurra sem hernámu það í kjölfar loka síðari heimsstyrjaldarinnar. 15.5.2005 00:01
Samar ganga til kosninga Samar í Norður-Svíþjóð ganga til kosninga í dag en þá verður valinn 31 fulltrúi á Samaþingið. Sex flokkar berjast um sæti á þinginu sem er ráðgjafarþing og sér fyrst og fremst um að úthluta ríkisstyrkjum til samískra byggðarlaga í Svíþjóð. Meðal helstu kosningamála er hvort breyta eigi reglum sem kveða á um að atkvæðavægi samískra samfélaga sé í réttu hlutfalli við fjölda hreindýra í samfélögunum. 15.5.2005 00:01
Hvetur Úsbeka til samvinnu Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti úsbesk stjónvöld í dag til þess að hleypa starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins og erlendum eftirlitsmönnum inn í landið vegna frétta af því að hundruð mótmælenda hafi verið drepin í mótmælum í borginni Andijan á föstudag. 15.5.2005 00:01
Fjórar sprengingar á Spáni Litlar sprengjur sprungu í fjórum bæjum í Baskahéruðum Spánar í dag með þeim afleiðingum að þrír meiddust. Tvær sprengnanna sprungu við efnaverksmiðjur, sú þriðja við málningarverksmiðju og sú fjórða við málmvinnslu og þurftu tveir lögreglumenn og einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir að þeir höfðu andað að sér eiturefnum við aðra efnaverksmiðjuna. 15.5.2005 00:01
Segjast hafa rænt bílstjórum Írakskur uppreisnarhópur greindi frá því í dag að hann hefði rænt tveimur bílstjórum og hótar að drepa þá hætti fyrirtæki þeirra ekki starfsemi í landinu innan sólarhrings. Sjónvarpsstöðin Al Arabiya sýndi í dag myndband sem stöðinni barst, en á því voru mennirnir tveir ásamt hópi hettuklæddra manna sem beindu m.a. byssu að höfði annars mannanna. 15.5.2005 00:01
Hlutast til um mál hjúkrunarkvenna Forseti Búlgaríu, Georgi Parvanov, greindi frá því í dag að hann hygðist fara til Líbíu á næstunni til þess að ræða við þarlend stjórnvöld um mál fimm búlgarskra hjúkrunarkvenna sem hafa ásamt palestínskum lækni verið dæmdar til dauða fyrir að hafa viljandi sýkt á fimmta hundrað börn af HIV-veirunni. Fólkið, sem starfaði á sjúkrahúsí í landinu, hefur verið í haldi frá árinu 1999 en það segist hafa verið þvigað til að játa á sig glæpinn. 15.5.2005 00:01
Newsweek viðurkennir mistök Bandaríska tímaritið <em>Newsweek</em> hefur viðurkennt að frétt þess um að leyniþjónustumenn í fangabúðunum í Guantanamo-flóa hafi sturtað kóraninum niður um klósettið hafi líklega verið röng. Ritstjóri blaðsins biðst afsökunar á þessu í nýjasta hefti þess sem kemur út á morgun. Sextán manns létu lífið í Afganistan í óeirðum sem urðu vegna þessarar fréttar. 15.5.2005 00:01
Vinna að bóluefni gegn reykingum Tilraunir lyfjafyrirtækja til þess að finna upp bóluefni gegn reykingum, eru sagðar hafa skilað góðum árangri. Niðurstöður voru kynntar í dag. 15.5.2005 00:01
Frekari mótmæli í Andijan Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbekistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Fólkið var að mótmæla einræðisstjórn Islams Karimovs forseta sem hefur stjórnað landinu frá 1989. 14.5.2005 00:01
Níu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tyrkneskar hersveitir felldu í nótt níu kúrdíska uppreisnarmenn, þar af tvær konur, í austurhluta landsins. Tíu þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í sókn að herbúðum Kúrda á þessum slóðum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan hefðu verið ósanngjörn. 14.5.2005 00:01
Abbas til Washington í lok maí Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, mun eiga fund með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í Washington hinn 26. þessa mánaðar. Bush bauð Abbas til Washington strax eftir að hann var kjörinn forseti 10. janúar síðastliðinn. 14.5.2005 00:01
Öflugur skjálfti á Súmötru Snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Súmötru í Indónesíu snemma í morgun og olli hann töluverðri skelfingu meðal íbúa eyjarinnar. Skjálftinn mældist 6,9 á Richter á átti upptök sín 50 kílómetra norðvestur af borginni Padang á vesturhluta eyjarinnar. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en hræddir íbúar víða á eyjunni flýðu upp á hálendi minnugir fljóðbylgjunnar annan dag jóla í fyrra sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Indónesíu. 14.5.2005 00:01
Fréttamönnum vísað úr landi Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbeskistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. 14.5.2005 00:01
Bílsprengjuárás á írakska lögreglu Að minnsta kosti fjórir létust í árás á írakska lögreglu í miðborg Bagdad í dag. Sjálfsmorðsárásarmaður ók bíl sínum að lögreglumönnum á eftirlitsferð í miðborginni og sprengdi hann í loft upp með fyrrgreindum afleiðingum. Þá bárust fregnir af því að níu bandarískir hermenn hefðu fallið í stórskotaárás á uppreisnarmenn í Anbar-héraði, nærri landamærum Sýrlands, sem staðið hefur í viku. 14.5.2005 00:01
Gegn verslun Dana í Þýskalandi Skattaráðherra Danmerkur ætlar að skera upp herör gegn verslun danskra ríkisborgara í Þýskalandi. 14.5.2005 00:01
Fundu fjöldagröf í Kosovo Réttarmeinafræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna telja sig hafa fundið fjöldagröf í bænum Malisevo í Kosovo-héraði. Líkin í gröfinni eru talin vera af Serbum sem saknað hefur verið síðan 1998 þegar Kosovo-Albanar og Serbar bárust á banaspjót í héraðinu. Nú þegar hafa sex lík fundist en réttarmeinafræðingarnir reikna með að finna fleiri á næstunni. 14.5.2005 00:01
Skellir skuldinni á öfgamenn Islam Karimov, forseti Úsbekistans, segir íslamska öfgamenn bera ábyrgð á mótmælunum og blóðbaðinu í borginni Andijan í gær. Þá skutu hermenn á mótmælendur sem safnast höfðu saman á götum borgarinnar til þess að mótmæla því að 23 kaupsýslumenn, sem sakaðir eru um að styðja við bakið á íslömskum uppreisnarmönnum, hefðu verið fangelsaðir. 14.5.2005 00:01
Fundað á Kóreuskaganum Norður- og Suður-Kóreumenn hafa ákveðið að funda í næstu viku, réttum tíu mánuðum eftir að þeir ræddu síðast saman. Til stendur að ræða samskipti landanna auk þess sem Suður-Kóreumenn munu freista þess að fá nágranna sína aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 14.5.2005 00:01