Erlent

Svíar íhuguðu innrás í Noreg

Litlu munaði að Svíar réðust á Norðmenn með hernaði árið 1905 þegar Norðmenn sögðu sig einhliða úr ríkjasambandinu við Svíþjóð. Þetta kemur fram í grein í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter, sem komist hefur yfir áður óbirtar minnisbækur manna sem voru í eldlínu sænskra stjórnmála á þessum tíma. Í þeim kemur meðal annars fram að Axel Rappe yfirhershöfðingi og fjölmargir áhrifamenn á sænska þinginu vildu svara sjálfstæðisyfirlýsingu Norðmanna með innrás. Helstu rök þeirra byggðu á því að Svíum stafaði ógn af sjálfstæði Norðmanna og að þeim gæti reynst erfitt að verjast bæði Rússum og Norðmönnum samtímis kæmi til stríðs. Ekki reyndist meirihluti fyrir þessum skoðunum á sænska þinginu og um síðir tóks forsætisráðherrum landanna að komast að samkomulagi um sambandsslitin án þess að til átaka kæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×