Erlent

115 milljónir skortir menntun

Eitt hundrað og fimmtán miljónir barna á grunnskólaaldri um allan heim njóta ekki menntunar. Stærstur hluti þessara barna er stúlkur og því hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sett sér það markmið að árið 2015 verði hlutfall kynjanna orðið jafnt í menntun grunnskólabarna. Verst er ástandið í Afríku þar sem fjörutíu og tvær milljónir barna ganga ekki í skóla. Mest hallar hins vegar á stúlkur í Afganistan og Pakistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×