Erlent

Rice í Rússlandi

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, dvaldi í Moskvu í gær þar sem hún ræddi við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um lýðræðisþróun í landinu. Koma Rice til Moskvu dróst vegna sprengjuhótunar sem barst hótelinu sem hún átti að dvelja á. Engin sprengja fannst þó. Rice er sérfræðingur í málefnum Rússlands. Í viðtali við blaðamenn sagði hún að þótt lýðræði í landinu væri enn ófullburða væru engar líkur á að alræðisstjórn yrði tekin upp í landinu á ný. Í dag heldur Rice hins vegar til Litháens þar sem utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×