Erlent

30 þúsund á svörtum lista

Meira en þrjátíu þúsund manns mega ekki stíga upp í flugvélar sem lenda á bandarískri grundu. Þetta eru einstaklingar sem eru á lista bandarískra stjórnvalda yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. Samkvæmt tímaritinu Time hefur fjölgað um meira en tíu þúsund manns á listanum undanfarið hálft ár. Samkvæmt heimildum blaðsins hyggjast stjórnvöld í Bandaríkjunum enn fremur fara þess á leit við öll erlend flugfélög sem fljúga yfir Bandaríkin, að þau fljúgi ekki með fólk sem er á listanum. Talið er að þessar fyrirætlanir komi til með að mæta mikilli andstöðu víða að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×