Erlent

2500 hermenn farnir frá Líbanon

2500 sýrlenskir hermenn hafa verið fluttir frá austurhluta Líbanons undanfarna daga og eru þá aðeins um 1500 hermenn eftir í landinu. Þeir eiga að vera farnir fyrir næstu mánaðamót samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sýrlenskar hersveitir hafa verið í Líbanon síðan 1976 og voru um 14 þúsund hermenn í landinu þegar brottflutningurinn hófst fyrir nokkrum vikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×