Erlent

17 föngum sleppt á Guantanamo

Bandaríski herinn hefur sleppt 17 Afgönum úr fangabúðunum á Guantanamo-flóa, en þeir hafa sumir verið þar í haldi í á fjórða ár, eða frá því að talabanastjórninni var komið frá völdum í Afganistan. Þeir hafa sendir til síns heima þar sem afgönsk stjórnvöld taka við þeim og verður þeim í kjölfarið leyft að snúa til síns heima. Einn fanganna, Abdul Rahman, sagði við blaðamenn þegar honum var sleppt að þeir hefðu sætt miklu harðræði í búðunum og studdi þannig fullyrðingar mannréttindasamtaka sem hafa mörg gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að pynta fangana og halda þeim í búðunum án þess að rétta yfir þeim. Bandaríkjamenn halda um 540 manns á Guantanamo-flóa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×