Erlent

Fá takmarkaðan kosningarétt

Kúveiska þingið samþykkti í dag að veita konum kosningarétt og kjörgengi í sveitarstjórnarkosningum. Konur mega enn ekki kjósa eða bjóða sig fram í þingkosningum en búið er að leggja fram frumvarp þess efnis á þinginu, sem skipað er 50 karlmönnum. Slíkt frumvarp hefur verið lagt fram áður en verið fellt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×