Fleiri fréttir

Níu létust þegar veggur hrundi

Í það minnsta níu rússneskir hermenn létust þegar húsveggur í verksmiðju hrundi ofan á þá í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, í nótt. Að sögn talsmanns hersins eru engin ummerki um að hvers kyns sprenging hafi orsakað þetta heldur hafi veggurinn, og þar með stór hluti verksmiðjunnar, hreinlega hrunið af sjálfsdáðum.

Björgunarstarfi að mestu lokið

Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust.

Frekari skuldbindingar NATO í Írak

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font />

Gríðarlegt tjón vegna skjálftans

Að minnsta kosti 400 manns létust í snörpum jarðskjálfta í miðhluta Írans í nótt. Gríðarlegt tjón er af völdum skjálftans og meðal annars er talið að nokkur þorp og bæir hafi lagst í rúst.

Norræn menningarhátíð í Berlín

Norræn menningarhátíð hefst á fimmtudaginn kemur í Berlín og verður þar boðið upp á margskonar menningarviðburði frá öllum Norðurlöndunum: tónlist, leiklist, dans, bóklestur, listsýningar og meira að segja íþróttakappleiki.

Forsætisráðherraefni sjíta valið

Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum.

Leita að nýjum yfirmanni

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir leitað logandi ljósi að nýjum yfirmanni flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en Hollendingurinn Ruub Lubbers sagði embættinu af sér um helgina vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

500 hið minnsta látnir

Talið er að að minnsta kosti 500 manns hafi látið lífið í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir miðhluta Írans í nótt. Fjöldi þorpa er rústir einar og um 30 þúsund manns hafa ekki í nokkur hús að venda. 

Hundruð fórust í jarðskjálfta

Ekki færri en 370 manns fórust þegar mannskæður jarðskjálfti reið yfir Íran í gærmorgun. Skjálftinn reið yfir í fjallahéruðum um miðbik landsins snemma morguns meðan flestir voru enn sofandi.

Ákærður fyrir þjóðarmorð

Gonzalo Sanchez de Lozada, fyrrum forseti Bólivíu, og tveir samráðherrar hans hafa verið ákærðir fyrir þjóðarmorð. 56 manns létust þegar herinn var látinn kveða niður fjölmenn mótmæli gegn stefnu stjórnvalda um útflutning á gasi.

Heita stuðningi við þjálfun Íraka

Leiðtogar allra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hétu stuðningi ríkja sinna við þjálfunaráætlun bandalagsins sem miðar að því að gera íraska herforingja reiðubúna til að stýra hersveitum og taka við stjórn baráttunnar gegn vígamönnum. Þau ríki sem hafa verið andvíg áætluninni munu hins vegar takmarka þátttöku sína við aðgerðir utan Íraks.

Hótaði að myrða bæjarstjóra

Maður, sem var ósáttur við að fá ekki að byggja á landi sínu, ógnaði bæjarstjóranum í króatíska hafnarbænum Rijeka með hríðskotariffli og handsprengjum á bæjarstjórnarskrifstofum bæjarins.

Sjíar völdu al-Jaafari

Ibrahim al-Jaafari, varaforseti Íraks, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins. Hann var í gær útnefndur forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins eftir að helsti keppinautur hans, Ahmed Chalabi, dró sig í hlé.

Tugir grófust undir ruslahaug

Í það minnsta 41 lést þegar ruslahaugur hrundi yfir fátækrahverfi nærri bænum Bandung á Vestur Java í Indónesíu. Um það bil sjötíu til viðbótar er saknað og óttast að þeir hafi látist.

Dregur saman með stóru flokkunum

Munurinn á fylgi Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins er innan skekkjumarka samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í The Guardian. Samkvæmt henni styðja 37 prósent Verkamannaflokkinn og 34 prósent Íhaldsflokkinn.

Löggur uppteknar við brottflutning

Stærstur hluti ísraelska lögregluliðsins verður upptekinn næsta sumar við að halda uppi lögum og reglu í tengslum við brotthvarf landnema frá landtökubyggðum Ísraela á Gaza-svæðinu.

Qureia gerður afturreka

Ahmed Qureia, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, hét því í gær að leggja nýjan ráðherralista fyrir palestínska þingið. Þetta gerði hann eftir að ljóst varð að andstaða þingmanna við lítt breytta ríkisstjórn hans var svo mikil að vafi lék á því að hún yrði samþykkt á þinginu.

Stríðsöxin grafin á NATO-fundinum

Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi.

500 palestínskum föngum sleppt

Fimmhundruð palestínskum föngum sem verið hafa í haldi í Ísrael verður sleppt klukkan átta að íslenskum tíma í dag. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir þetta gert til þess að koma enn frekari skriði á friðarferlið sem tekið hefur mikinn kipp undanfarið.

Hundrað saknað eftir aurskriður

Að minnsta kosti níu manns hafa látist og meira en hundrað er saknað eftir aurskriður í Indónesíu í morgun. Fjöldi húsa grófst í jörðu niður undan skriðunum og er óttast að flestir þeirra sem saknað er hafi grafist undir skriðurnar.

Stjórnin féll í Portúgal

Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár.

Leynilegar viðræður í Írak

Embættismenn bandarísku leyniþjónstunnar eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn úr röðum súnníta um það hvernig binda megi endi á vargöldina í Írak. Frá þessu greindi tímaritið <em>Time</em> í gær.

Gíslum sleppt í Írak

Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt.

116 lík hafa fundist

Fimm lík til viðbótar hafa fundist um borð í ferju sem sökk í Bangladess á laugardaginn. Seint í gærkvöldi fundust þrjátíu lík og alls hafa þá 116 lík fundist. Áttatíu manna er enn saknað og er óttast að flestir ef ekki allir þeirra hafi látið lífið.

Kristilegir demókratar sigruðu

Öllum að óvörum og þvert á niðurstöður kannana unnu þýskir, kristilegir demókratar sigur í Schleswig-Holstein í gær en þar fóru fram sambandslandskosningar. Þrátt fyrir sigurinn halda Heide Simonis forsætisráðherra og stjórn hennar velli þar sem samanlagt fylgi jafnaðarmanna og græningja nægir til þess.

Krefjast afsagnar Fischers

Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. 

Bush mætir andstæðingum sínum

Bush Bandaríkjaforseti mun mæta sínum hörðustu andstæðingum, hverjum á fætur öðrum, í fimm daga Evrópureisu sinni sem hófst í dag og situr meðal annars kvöldverð með Jacques Chirac Frakklandsforseta í kvöld. Bush er talin ætla að nota tækifærið til að bæta samskiptin yfir Atlantsála sem súrnuðu verulega í kjölfar Íraksstríðsins.

Endurnýjun lýðræðis í Rússlandi

George Bush Bandaríkjaforseti krefst þess að Rússar „endurnýi skuldbingu sína við lýðræði“, enda sé það forsenda þess að þjóðin þróist áfram sem Evrópuþjóð. Þetta kom fram í ræðu sem Bush hélt í Brussel í Belgíu í dag en það er fyrsti viðkomustaður hans í fimm daga Evrópureisu sem hófst í morgun.

Hert á öryggismálum kjarnorkuvers

Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja kjarnorkuversins.</font />

Abbas undirbúi róttækar umbætur

George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði.

ESB vill alþjóðlega rannsókn

Evrópusambandið fer fram á alþjóðlega rannsókn á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, líkt og stjórnvöld í Bandaríkjunum höfðu áður gert. Hariri lést af völdum bílsprengju í Beirút, höfuðborg Líbanons, í síðustu viku. Sýrlendingar hafa verið sakaðir um ódæðið en hafa hingað til neitað þeim ásökunum.

Bandaríkjamenn vilja viðræður

Eftir blóðuga baráttu við uppreisnarmenn í Írak í tvö ár eru Bandaríkjamenn komnir að þeirri niðurstöðu að viðræður séu vænlegasta leiðin til að binda enda á skálmöldina.

210 milljónir barna þræla

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF telur að 210 milljónir barna víða um heim neyðist til að vinna fyrir sér við skelfilegar aðstæður.

Þjálfar dómara og saksóknara

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks.

Sækist eftir stuðningi Evrópu

Lýðræðisþróun var lykilatriðið í málflutningi George W. Bush í gær, á fyrsta degi ferðalags hans um Evrópu. Hann sækir heim þjóðarleiðtoga og áhrifamenn til að treysta tengsl Evrópu og Bandaríkjanna og sækja stuðning Evrópuríkja við aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Annað meginatriðið í málflutningi forsetans var friður fyrir botni Miðjarðarhafs.

Sótt að vígamönnum í Ramadi

Bandarískar og íraskar hersveitir streymdu inn í Ramadi, settu upp vegatálma, leituðu í bílum og lokuðu nokkrum borgarhlutum af í gær. Aðgerðirnar voru hluti af sókn þeirra gegn íröskum vígamönnum í borginni og nokkrum öðrum borgum og bæjum við Efrat-fljót.

Gamalt vín á nýjum belgjum

Ahmed Qureia forsætisráðherra tryggði sér stuðning tuga þingmanna við breytta ríkisstjórn á stormasömum fundi með þingmönnum Fatah-hreyfingarinnar í fyrrinótt. Óvíst er hins vegar hversu langt það dugir því mikillar andstöðu gætir meðal þingmanna við nýju ríkisstjórnina.

Vara við áhugaleysi

Forystumenn Evrópusambandsins lýstu áhyggjum af lítilli þátttöku í spænsku þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrá Evrópusambandsins og vöruðu við því að áhugaleysi almennings kynni að valda vandamálum þegar kæmi að því að afla stuðnings við stjórnarskrána.

Bókhaldsvandi í Sellafield

Ástæðan fyrir því að þrjátíu kíló af plútoníum koma ekki fram við birgðatalningu í Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni er bókhaldslegs eðlis, að því er fram kemur í svari breskra stjórnvalda við fyrirspurn Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.

Tugþúsundir mótmæltu Sýrlendingum

Tugþúsundir Líbana tóku þátt í mótmælum gegn stjórn landsins og kröfðust þess að hún færi frá völdum. Efnt var til mótmælanna viku eftir að Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, var ráðinn af dögum.

Viðhorf Þjóðverja hafa ekki breyst

"Ég trúi því ekki að viðhorf Þjóðverja hafi breyst í raun og veru. Hætta kann að stafa af Þjóðverjum vegna þess hversu landakröfur þeirra eru verulegar," sagði Bogdan Michalski, prófessor í lögfræði og fjölmiðlun við Varsjárháskóla, sem undirbýr nýja útgáfu Mein Kampf eftir Adolf Hitler.

Þjófar stálu sundlaug

Fátt er svo fast að þjófar geti ekki stolið því. Að því komst Norðmaðurinn Arild Nicolaysen þegar hann kom að sumarbústað sínum og sá að þjófar höfðu haft sundlaugina á brott.

Gleðitár runnu í Palestínu

Gleðitár runnu um gervalla Palestínu í dag þegar fimm hundruð palestínskir fangar sneru aftur til síns heima úr ísraelskum fangelsum. Lausn fanganna er hluti af nýsamþykktu vopnahléi Ísraela og Palestínumanna.

Ágreiningur á bak við vinarþelið

Vinsemd og friður svífur yfir vötnum á ferðalagi Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, enda er tilgangurinn að styrkja tengslin á Atlantshafsásnum eftir erfið misseri. En fréttamaður Stöðvar 2 komst að því að hátíðarbragur og tignarlæti duga ekki til að dreifa athyglinni frá grundvallarágreiningi stórveldisins og stækkandi Evrópusambands.

Gærdagurinn einn sá blóðugasti

Að minnsta kosti fjörtíu létust og 130 særðust í sjálfsmorðsárásum súnnímúslíma í Írak í gær. Þar með er gærdagurinn einn af blóðugustu dögum landsins eftir kosningarnar 30. janúar, en sjítamnúslímar fögnuðu í gær Ashura-trúarhátíðinni.

Sjá næstu 50 fréttir