Erlent

Tugþúsundir mótmæltu Sýrlendingum

Tugþúsundir Líbana tóku þátt í mótmælum gegn stjórn landsins og kröfðust þess að hún færi frá völdum. Efnt var til mótmælanna viku eftir að Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra, var ráðinn af dögum. Reiði manna beindist að Sýrlendingum og þeim líbönsku stjórnmálamönnum sem fylgja þeim að málum. "Burt með Sýrland" og "Við viljum ekki þing sem er dyravörður fyrir Sýrlendinga" mátti heyra mótmælendur kalla þar sem þeir veifuðu líbanska fánanum og börðu trommur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×