Erlent

Bókhaldsvandi í Sellafield

Ástæðan fyrir því að þrjátíu kíló af plútoníum koma ekki fram við birgðatalningu í Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni er bókhaldslegs eðlis, að því er fram kemur í svari breskra stjórnvalda við fyrirspurn Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Bretarnir segja að við endurvinnsluna séu efni skilin í sundur og þá gerist það oft að mælingar í vinnsluferlinu sýni meira eða minna magn en flutt var í stöðina til endurvinnslu. Umhverfisráðherra óskaði upplýsinga frá breskum stjórnvöldum eftir að í ljós kom að yfirmenn Sellafield gátu ekki gert fyllilega grein fyrir hvað hefði orðið af plútoníum sem dugar til að byggja sjö til átta kjarnorkusprengjur. Í umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að áfram yrði fylgst með stöðu mála í Sellafield.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×