Erlent

Norræn menningarhátíð í Berlín

Norræn menningarhátíð hefst á fimmtudaginn kemur í Berlín og verður þar boðið upp á margskonar menningarviðburði frá öllum Norðurlöndunum: tónlist, leiklist, dans, bóklestur, listsýningar og meira að segja íþróttakappleiki. Á fréttavef Deutsche Welle segir að Berlín sé orðin hálfgerð menningarhöfuðborg Norðurlanda, hvernig sem á því stendur. Víst er að mikill áhugi er á Norðurlöndum og ekki síst á norrænni menningu. Þegar sendiráð Norðurlandanna í höfuðborginni Berlín voru opnuð fyrir nokkrum árum stóðu tugir þúsunda borgarbúa í röðum, klukkustundum saman, til að berja byggingarnar augum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×