Erlent

Þjálfar dómara og saksóknara

Utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum að opna skrifstofu í Bagdad til að hafa umsjón með þjálfun 700 íraskra dómara, saksóknara og fangelsisvarða. Fyrst um sinn fer þjálfunin þó fram í ríkjum Evrópusambandsins eða í einhverju nágrannaríkja Íraks. Skrifstofan sem opnuð verður í Bagdad, og verður sú fyrsta sem Evrópusambandið opnar í Írak, verður opnuð á næstu mánuðum að óbreyttu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×