Erlent

Viðhorf Þjóðverja hafa ekki breyst

"Ég trúi því ekki að viðhorf Þjóðverja hafi breyst í raun og veru. Hætta kann að stafa af Þjóðverjum vegna þess hversu landakröfur þeirra eru verulegar," sagði Bogdan Michalski, prófessor í lögfræði og fjölmiðlun við Varsjárháskóla, sem undirbýr nýja útgáfu Mein Kampf eftir Adolf Hitler. Michalski sagði landakröfur Þjóðverja á hendur Pólverjum síðustu misseri minna mjög á forsendurnar fyrir innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939. Þá töluðu nasistar um að Þjóðverja skorti lífsrými. Hópur Þjóðverja sem missti landareignir þegar landamæri Póllands og Þýskalands voru flutt í vesturátt eftir lok seinni heimsstyrjaldar, og Þjóðverjar fluttir nauðungarflutningum til vesturs, hefur gert kröfu um að endurheimta eignir sínar. Miklar deilur risu um þetta í fyrra og segir Michalski það til marks um að lítið hafi breyst í afstöðu Þjóðverja til Póllands, því hafi bók Hitlers gildi nú. Í henni lýsti Hitler viðhorfum sínum til Stór-Þýskalands og gyðinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×