Erlent

Hert á öryggismálum kjarnorkuvers

Finnskir kjarnorkusérfræðingar munu halda átta námskeið um öryggismál fyrir starfsmenn Kola-kjarnorkuversins í Norðvestur-Rússlandi. Þetta ákváðu fulltrúar kjarnorkuöryggisfyrirtækjanna TVO Nuclear Services Oy og STUK, finnsku öryggisáætlunarinnar um kjarnorkumál, þegar þeir heimsóttu Kola-kjarnorkuverið á dögunum. Námskeiðin sem haldin verða munu annars vegar  fjalla um samstarfið milli orkuversins, kjarnorkuöryggisstofnanna og umhverfisverndarstofnana, og hins vegar um öryggismál hvað varðar brunavarnir, æfingar í aðgerðum, viðhald og viðgerðir. Rússar eru sagðir afar ánægðir með samstarfið og telja námskeiðin sem haldin verða, bæði á Kolasvæðinu og í Finnlandi, mjög mikilvæg.  Norðmenn hafa áður lagt sitt af mörkum til tæknivæðingar öryggisbúnaðar og stjórntækja Kola-kjarnorkuversins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×