Erlent

Krefjast brottreksturs forsetans

Foreldrar barna sem létu lífið þegar rússneskir hermenn réðust gegn gíslatökumönnum í skóla í Beslan krefjast þess að forseti Norður-Ossetíu verði rekinn. Þau skrifuðu Vladimír Pútín Rússlandsforseta bréf og báðu hann um að reka Alexander Dzasokhov úr embætti forseta Norður-Ossetíu. Foreldrarnir segja stjórnvöld í Norður-Ossetíu spillt og vanhæf til að bregðast við hættunni á hryðjuverkum. Dzasokhov hefur þvertekið fyrir að segja af sér þrátt fyrir fjölda áskorana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×