Erlent

Meðlimir ETA handteknir

Tveir félagar í aðskilnaðarhreyfingu herskárra Baska, ETA, voru handteknir á Spáni í morgun, skammt frá borginni Valencia. Lögreglan lagði hald á nokkurt magn sprengiefna á sama stað. Talsmaður lögreglunnar greindi frá því að karlmaður og kona væru í haldi og að jafnframt hefðu fundist byssa og skjöl á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×