Erlent

Bankarán IRA talið upplýst

Írskir lögreglumenn hafa handtekið sjö einstaklinga sem grunaðir eru um bankarán í Belfast og lagt hald á andvirði um 260 milljóna króna. Írska lýðveldishernum hefur verið kennt um bankaránið og það staðið í vegi fyrir friðarsamkomulagi á Norður-Írlandi. Lögreglan gat ekki staðfest að peningarnir sem fundust í aðgerðum lögreglunnar væru úr bankanum í Belfast en upphæðin er álíka há og þá var stolið. Aðgerðirnar beindust einnig gegn peningaþvætti Írska lýðveldishersins. Fólkið, sex karlmenn og ein kona, var handtekið í Cork og Dublin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×