Erlent

Ísraelar hætta niðurrifi

Stjórnvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna að brjóta og eyðileggja hús aðstandenda sjálfsmorðsárásarmanna skili engum árangri og hafa ákveðið að hætta þeirri iðju. Þetta er í anda þeirrar þíðu sem nú er brostin á í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna. Að auki komst Ísraelsher að því að þetta dró ekki þróttinn úr árásarmönnum heldur jók þvert á móti á hatur Palestínumanna í garð Ísraels.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×