Erlent

Vatíkanið kennir andasæringar

Háskóli Vatíkansins er farinn að bjóða upp á nýtt námskeið. Hér eftir geta rómversk-kaþólskir klerkar lært hvernig á að særa illa anda úr andsetnu fólki, að því er BBC greindi frá. Faðir Giulio Savoldi, opinber særingamaður Mílanóborgar í meira en tuttugu ár, sagði fréttamanni BBC að hann hefði ekki lært sérstaklega til starfans en sagði á hreinu hvað hann vildi láta tilheyra svona námskeiðum. "Ég myndi hafa yfirnáttúrulegan mátt, nærveru guðs, og láta nemandann sækja kraft ekki aðeins í sjálfan sig heldur líka í guð," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×