Erlent

Norðmenn sniðgangi skoskt viskí

Norski þingmaðurinn Ivar Kristiansen skorar á norska neytendur að sniðganga skoskt viskí í vínbúðum í mótmælaskyni við aðför skoskra laxeldismanna að norsku laxeldi. Hann segir að Skotarnir beiti Evrópusambandinu fyrir sig til að vernda eigin hagsmuni á kostnað Norðmanna og að nú sé kominn tími til að Norðmenn sýni þeim að þeir geti keypt allt sitt viskí af öðrum en skotum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×