Fleiri fréttir Unglingspilti bjargað úr fljóti Slökkviliðsmenn í Los Angeles björguðu í gær unglingspilti sem hafði fallið í Los Angeles fljót en það er nú í miklum vexti. 12.2.2005 00:01 Erfitt að greina orsök skipsskaða Það verður erfitt að komast að því hvers vegna Jökulfellið sökk aðfaranótt mánudags samkvæmt frétt Útvarps Færeyja eftir sjópróf sem fram fóru í Færeyjum. Þar segir að litlar upplýsingar sé að hafa þar sem yfirmenn skipsins fórust þegar skipið sökk og þeir skipsmenn sem lifðu af geta litla grein gert fyrir atburðum síðustu mínúturnar. 12.2.2005 00:01 Réðist á ófríska konu Kona, sem komin er níu mánuði á leið, banaði konu sem réðist á hana vopnuð hníf. Talið er að árásarkonan hafi ætlað að ræna barninu sem ófríska konan gekk með. 12.2.2005 00:01 Fann ekki barnið heldur átti það Miskunnsami samverjinn sem sagðist hafa fundið nýfætt barn sem hent hefði verið út úr bíl var í raun og veru móðir barnsins. Hún viðurkenndi þetta fyrir lögreglu eftir að hafa upphaflega sagt að hún hefði séð par í bíl rífast og henda barninu út. 12.2.2005 00:01 Greiða hálfan milljarð í bætur Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda endi á málaferli gegn fyrirtækinu. 12.2.2005 00:01 30 manns falla daglega Írösku kosningarnar eru afstaðnar en ekkert lát er á bardögum og voðaverkum. Það sýna atburðir síðustu daga. Á aðeins einni viku hafa rúmlega 200 manns látið lífið, flestir í árásum vígamanna en aðrir í bardögum vígamanna við bandaríska hermenn og íraska þjóðvarðliða. 12.2.2005 00:01 Hátt í 300 fórust í vatnaveðri Nú er ljóst að í það minnsta 135 létu lífið af völdum flóðsins sem skall yfir Pasni-héraði í Pakistan þegar stífla brast þar á föstudag. Fimm hundruð manna er saknað eftir flóðið. Mikil rigning síðustu vikuna hefur valdið flóðum og aurskriðum í Pakistan sem hafa kostað 278 manns lífið. 12.2.2005 00:01 Kynferðislegar aðferðir notaðar Kvenkyns fangaverðir í fangabúðum Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu notuðu gjarnan kynferðislegar aðferðir við yfirheyrslur á föngum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem enn hefur ekki verið birt opinberlega, en dagblaðið <em>Washington Post</em> greindi frá í gær. 11.2.2005 00:01 50 viðvaranir fyrir 11. september Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum fengu að minnsta kosti fimmtíu viðvaranir um að hryðjuverkasamtökin Al-Kaída hyggðust ræna flugvélum, mánuðina á undan árásinni á Tvíburaturnana og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þann 11. september árið 2001. 11.2.2005 00:01 16 látnir í flóðum í Venesúela Sextán manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Venesúela undanfarna daga. Meira en þúsund hús hafa eyðilagst vegna flóðanna og þúsundir manna hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, enda ekkert lát á vatnselgnum. 11.2.2005 00:01 Dauðsföllum vegna alnæmis fækkar Niðurstöður nýrrar rannsóknar lækna í Suður Afríku benda til þess að stórlega sé dregið úr fjölda þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis í landinu undanfarin ár. Þannig hafi meira en hundrað og fimmtíu þúsund manns dáið af völdum alnæmis í Suður Afríku árið 2000 en aðeins þriðjungur dauðsfallanna hafi opinberlega verið rakinn til sjúkdómsins. 11.2.2005 00:01 Níu drepnir í bakaríi Byssumenn skutu að minnsta kosti níu manns til bana í bakaríi í Bagdad í morgun. Mennirnir keyrðu tveim bílum að bakaríinu og hófu skothríð þegar inn var komið. Sjö létust samstundis og tveir á sjúkrahúsi skömmu síðar. Orsök árásarinnar er ókunn. 11.2.2005 00:01 Rumsfeld kominn til Íraks Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Íraks í dag til þess meðal annars að hitta írakska hermenn og lögreglumenn sem Bandaríkjamenn eru að þjálfa. Innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak segir að þeir verði tilbúnir til þess að sjá sjálfir um öryggismál sín eftir átján mánuði. </font /> 11.2.2005 00:01 Íranar hóta logandi helvíti Íranar hóta „logandi helvíti“ hverjum þeim sem reyni að þvinga landið til þess að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Norður-Kóreumenn segja sömuleiðis að þeir muni verja land sitt með öllum tiltækum ráðum. 11.2.2005 00:01 Maður handtekinn vegna mannránsins Sænska lögreglan hefur handtekið einn mann vegna ránsins á auðjöfrinum Fabian Bengtsson sem nýlega var sleppt úr haldi eftir sautján daga fangavist. 11.2.2005 00:01 Páfi situr líklega áfram Heimildarmenn innan Vatíkansins segja engin teikn á lofti um að Jóhannes Páll páfi ætli að stíga af stólinum alveg á næstunni. Páfi sneri í gærkvöldi aftur til Vatíkansins eftir tíu daga dvöl á sjúkrahúsi. 11.2.2005 00:01 Sjálfsmorðsárás fyrir utan mosku Yfir tuttugu manns liggja í valnum eftir árásir öfgamanna í Írak í morgun. Sjálfsmorðssprengja sprakk fyrir utan mosku á háannatíma en föstudagar eru bænadagar múslíma. Þá gerðu byssumenn árás inn í bakarí. Báðar þessar árásir voru í Bagdad. 11.2.2005 00:01 Lyfjarannsóknum hætt Þrátt fyrir að milljónir offitusjúklinga víða um heim bíði með öndina í hálsinum eftir undrameðali gegn sjúkdómnum gengur afar illa að framleiða slíkt lyf og nú hafa tvö stór lyfjafyrirtæki hætt rannsóknum á lyfjum sem bjartsýni ríkti yfir. 11.2.2005 00:01 Nýnasistar vanvirða minninguna Yfirvöld í Þýskalandi áforma að setja enn frekari hömlur á samkomur og hægri öfgahópa í landinu en nú er. Tilefnið er að nýnasistar undirbúa nú fjöldasamkomu í næsta nágrenni við minnisvarða um helförina. 11.2.2005 00:01 N-Kórea krafðist viðræðna Norður-Kórea krafðist í dag tvíhliða viðræðna við Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína. Kóreumenn tilkynntu í gær að þeir hefðu þegar smíðað kjarnorkusprengjur sem væru tilbúnar til notkunar. 11.2.2005 00:01 Nýfæddu barni fleygt út úr bíl Nýfæddu barni var fleygt út úr bíl í Flórída í gærdag. Naflastrengurinn var enn á barninu og það var löðrandi í legvatni. 11.2.2005 00:01 Palestínumenn hætti árásum Forseti Palestínumanna krafðist þess í dag að herskáar hreyfingar Palestínumanna hættu strax öllum árásum á Ísraela. Forsetinn hefur rekið níu foringja úr öryggissveitum sínum. 11.2.2005 00:01 Seint fyrnast fornar ástir Karl Bretaprins hefur tilkynnt að hann ætli að kvænast unnustu sinni til margra ára, Camillu Parker Bowles, en hún verður þó aldrei drottning heldur mun hún fá titilinn eiginkona konungs. Almenningur virðist ánægður með ákvörðunina en stór hluti bresku þjóðarinnar er þó tregur til að fyrirgefa meðferðina á lafði Díönu. Því sigla skötuhjúin milli skers og báru með ráðahagnum. 11.2.2005 00:01 Handtekinn vegna Bengtsson ránsins Maður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að eiga þátt í ráninu á Fabian Bengtsson. Annar maður sem handtekinn var í Austurríki grunaður um aðild að ráninu átti ekki þátt í því, að sögn austurrísku lögreglunnar, en reyndi að hafa peninga af fjölskyldu Bengtssons með því að látast vera einn mannræningjanna. 11.2.2005 00:01 Óánægð með störf Bush Meira en helmingur Bandaríkjamanna er ósáttur við frammistöðu George W. Bush í embætti Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. Mest er óánægjan hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt. 11.2.2005 00:01 Rumsfeld hvetur Íraka Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsótti í dag þjálfunarbúðir írakskra öryggissveita. Í ávarpi sem hann flutti við komuna sagði hann að Írakar yrðu sjálfir að taka við öryggismálum sínum eins fljótt og auðið yrði. 11.2.2005 00:01 Nýbura kastað út úr bíl Ungt barn liggur illa haldið á sjúkrahúsi í Norður-Lauderdale í Flórída eftir að hafa verið kastað út úr bíl. Læknar telja að barnið hafi aðeins verið klukkutíma gamalt þegar því var kastað úr bílnum og var fæðingarstrengurinn enn á sínum stað þegar barnið fannst. 11.2.2005 00:01 Skipulagði hópsjálfsmorð Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að upp komst að hann hafði skipulagt hópsjálfsmorð sem átti að eiga sér stað heima hjá honum á Valentínusardag, 14. febrúar 11.2.2005 00:01 92 kærðir í mútumáli Sænskir saksóknarar hafa ákært 92 einstaklinga í hneykslismáli sem hefur umleikið áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget. 77 starfsmenn Systembolaget hafa verið ákærðir fyrir að þiggja mútur og fimmtán starfsmenn þriggja birgja hafa verið ákærðir fyrir að greiða eða bjóða mútur.</font /> 11.2.2005 00:01 Bretar vilja að Karl giftist Nær tveir af hverjum þremur Bretum eru sáttir við ákvörðun Karls prins um að kvænast Camillu Parker Bowles en vel innan við helmingur vill að hann verði næsti konungur Bretlands. 11.2.2005 00:01 Afríku skortir ungt áræði Vandamál afrískra ungmenna eru að þau hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórnvöldum. </font /></b /> 11.2.2005 00:01 Í framboð úr fangelsi Borgarstjórinn í Mexíkóborg hótaði því að fara í forsetaframboð úr fangelsisklefa ef hann yrði dreginn fyrir dómstól og dæmdur í fangelsi. 11.2.2005 00:01 Deilt um úlfaveiðar í Noregi Harðar deilur eru um það í Noregi hvort eigi að leyfa að skjóta úlfa. Borgarbúar vilja banna það en fólk til sveita segir að borgarbúarnir hafi ekkert vit á málinu. 11.2.2005 00:01 Stunginn á útsölu IKEA í Lundúnum Einn maður var stunginn og fimm fluttir á sjúkrahús eftir mikla ringulreið á opnunarútsölu IKEA í Lundúnum í gærkvöldi. Þúsundir manna voru mættar fyrir utan búðina laust fyrir miðnætti þegar opnað var. Auk fyrrgreindra afleiðinga hlutu tuttugu og tveir minni háttar meiðsli í kjölfar stympinga á opnunarútsölunni. 10.2.2005 00:01 Bjartsýni lykill að langlífi Leiðin að langlífi er að líta lífið björtum augum og elska náunga sinn. Þetta er samdóma álit hóps Kúbumanna yfir hundrað ára sem kom saman í gær. Læknar, næringarfræðingar og fleiri sérfræðingar áttu fund með hópnum í gær til þess að reyna að komast að því hver væri lykillinn að langlífi. Sumir sögðust þakka vinnusemi langlífið og aðrir miklu grænmetisáti. 10.2.2005 00:01 Ótti vegna skjálfta í Aceh-héraði Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa á Aceh-héraði á Indónesíu í gær þegar jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók svæðið. Fólk hljóp upp á hæðir og lögreglumenn og hermenn kölluðu í gegnum gjallarhorn og vöruðu fólk við flóðbylgjum. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli eða tjóni á byggingum í kjölfar skjálftans. 10.2.2005 00:01 Norður-Kóreumenn eiga kjarnavopn Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau hafi látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna og tilraunum þeirra til að einangra landið. Jafnframt hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu hætt þátttöku í viðræðum sex þjóða sem miðuðu að því að takmarka framþróun kjarnorkumála í landinu þannig að þar yrðu ekki smíðuð kjarnorkuvopn. 10.2.2005 00:01 Fundi frestað vegna árása Fundi Palestínumanna og Ísraela um öryggismál var frestað fyrir stundu eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna létu vörpusprengjum rigna yfir landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu í morgun. Háttsettur palestínskur embættismaður sagði að Ísraelar hefðu beðið um að fundinum yrði frestað. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður haldinn. 10.2.2005 00:01 Landamærum Íraks lokað í fimm daga Öllum landamærum að Írak verður lokað í fimm daga í næstu viku af öryggisástæðum. Ekki var gefin nein ástæða fyrir lokuninni en líklega er hún vegna þess að þá nær hámarki hin árlega trúarhátíð sjíta. Á síðasta ári voru gerðar fjölmargar sjálfsmorðsárásir á þessari hátíð, sem kostuðu yfir 170 manns lífið. Árásarmennirnir voru súnnímúslimar sem réðu lögum og lofum í landinu meðan Saddam Hussein var við völd. 10.2.2005 00:01 Vilja fleiri NATO-hermenn í gæslu Bandaríkin munu fara fram á það í dag að bandalagsþjóðir NATO leggi til fleiri hermenn til gæslustarfa í Afganistan og Írak. Forystumenn í gömlu Evrópu eru ekki hrifnir. 10.2.2005 00:01 Fái Norður-Kóreu aftur að borðinu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, býst við að hægt verði að fá Norður-Kóreumenn aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkumála landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í dag að þeir hefðu látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna. 10.2.2005 00:01 Ævintýri lesin í síma Hollendingar fara nú ótroðnar slóðir í að kynna börnum ævintýri. Búið er að koma á fót símaþjónustu í landinu þangað sem börn geta hringt og hlustað á Rauðhettu og fleiri gömul ævintýri fyrir litlar 450 krónur, eða svipaða upphæð og ævintýrabók kostar í bókabúð. Valið stendur á milli fjögurra ævintýra en skipt er reglulega um sögur hjá símaþjónustunni. 10.2.2005 00:01 Abbas rekur öryggismálafulltrúa Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, rak í dag þrjá yfirmenn öryggismála eftir að vopnahlé við Ísrael var brotið í tvígang. Uppreisnarmenn skutu vörpusprengjum á landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu og þá réðst hópur byssumanna inn í fangelsi á Gaza-svæðinu og drap þrjá fanga í deilum tveggja klíkna. 10.2.2005 00:01 Sýklalyfjanotkun veldur vandræðum Mikil ávísun sýklalyfja í suðurhluta Evrópu veldur því að þar verða til sífellt fleiri sýklar sem eru ónæmir fyrir lyfjunum. Í nýrri, viðamikilli rannsókn kemur fram að mun fleiri tilfelli með sýklum sem erum ónæmir fyrir sýklalyfjum koma upp í suðurhluta Evrópu en norðurhluta þess þar sem læknar gefa sjaldnar sýklalyf. 10.2.2005 00:01 Ógnarjafnvæginu raskað Norður-Kóreumenn hafa viðurkennt að eiga kjarnorkuvopn. Þau segjast eingöngu ætla að nota vopnin í fælingar- og sjálfsvarnarskyni en engu að síður er staðan uggvænleg. Helst óttast menn að norður-kóresk stjórnvöld muni selja vopnin í hendur öfgasamtaka eða annarra ríkja. 10.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Unglingspilti bjargað úr fljóti Slökkviliðsmenn í Los Angeles björguðu í gær unglingspilti sem hafði fallið í Los Angeles fljót en það er nú í miklum vexti. 12.2.2005 00:01
Erfitt að greina orsök skipsskaða Það verður erfitt að komast að því hvers vegna Jökulfellið sökk aðfaranótt mánudags samkvæmt frétt Útvarps Færeyja eftir sjópróf sem fram fóru í Færeyjum. Þar segir að litlar upplýsingar sé að hafa þar sem yfirmenn skipsins fórust þegar skipið sökk og þeir skipsmenn sem lifðu af geta litla grein gert fyrir atburðum síðustu mínúturnar. 12.2.2005 00:01
Réðist á ófríska konu Kona, sem komin er níu mánuði á leið, banaði konu sem réðist á hana vopnuð hníf. Talið er að árásarkonan hafi ætlað að ræna barninu sem ófríska konan gekk með. 12.2.2005 00:01
Fann ekki barnið heldur átti það Miskunnsami samverjinn sem sagðist hafa fundið nýfætt barn sem hent hefði verið út úr bíl var í raun og veru móðir barnsins. Hún viðurkenndi þetta fyrir lögreglu eftir að hafa upphaflega sagt að hún hefði séð par í bíl rífast og henda barninu út. 12.2.2005 00:01
Greiða hálfan milljarð í bætur Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda endi á málaferli gegn fyrirtækinu. 12.2.2005 00:01
30 manns falla daglega Írösku kosningarnar eru afstaðnar en ekkert lát er á bardögum og voðaverkum. Það sýna atburðir síðustu daga. Á aðeins einni viku hafa rúmlega 200 manns látið lífið, flestir í árásum vígamanna en aðrir í bardögum vígamanna við bandaríska hermenn og íraska þjóðvarðliða. 12.2.2005 00:01
Hátt í 300 fórust í vatnaveðri Nú er ljóst að í það minnsta 135 létu lífið af völdum flóðsins sem skall yfir Pasni-héraði í Pakistan þegar stífla brast þar á föstudag. Fimm hundruð manna er saknað eftir flóðið. Mikil rigning síðustu vikuna hefur valdið flóðum og aurskriðum í Pakistan sem hafa kostað 278 manns lífið. 12.2.2005 00:01
Kynferðislegar aðferðir notaðar Kvenkyns fangaverðir í fangabúðum Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu notuðu gjarnan kynferðislegar aðferðir við yfirheyrslur á föngum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem enn hefur ekki verið birt opinberlega, en dagblaðið <em>Washington Post</em> greindi frá í gær. 11.2.2005 00:01
50 viðvaranir fyrir 11. september Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum fengu að minnsta kosti fimmtíu viðvaranir um að hryðjuverkasamtökin Al-Kaída hyggðust ræna flugvélum, mánuðina á undan árásinni á Tvíburaturnana og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þann 11. september árið 2001. 11.2.2005 00:01
16 látnir í flóðum í Venesúela Sextán manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Venesúela undanfarna daga. Meira en þúsund hús hafa eyðilagst vegna flóðanna og þúsundir manna hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, enda ekkert lát á vatnselgnum. 11.2.2005 00:01
Dauðsföllum vegna alnæmis fækkar Niðurstöður nýrrar rannsóknar lækna í Suður Afríku benda til þess að stórlega sé dregið úr fjölda þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis í landinu undanfarin ár. Þannig hafi meira en hundrað og fimmtíu þúsund manns dáið af völdum alnæmis í Suður Afríku árið 2000 en aðeins þriðjungur dauðsfallanna hafi opinberlega verið rakinn til sjúkdómsins. 11.2.2005 00:01
Níu drepnir í bakaríi Byssumenn skutu að minnsta kosti níu manns til bana í bakaríi í Bagdad í morgun. Mennirnir keyrðu tveim bílum að bakaríinu og hófu skothríð þegar inn var komið. Sjö létust samstundis og tveir á sjúkrahúsi skömmu síðar. Orsök árásarinnar er ókunn. 11.2.2005 00:01
Rumsfeld kominn til Íraks Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Íraks í dag til þess meðal annars að hitta írakska hermenn og lögreglumenn sem Bandaríkjamenn eru að þjálfa. Innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak segir að þeir verði tilbúnir til þess að sjá sjálfir um öryggismál sín eftir átján mánuði. </font /> 11.2.2005 00:01
Íranar hóta logandi helvíti Íranar hóta „logandi helvíti“ hverjum þeim sem reyni að þvinga landið til þess að láta af kjarnorkuáætlun sinni. Norður-Kóreumenn segja sömuleiðis að þeir muni verja land sitt með öllum tiltækum ráðum. 11.2.2005 00:01
Maður handtekinn vegna mannránsins Sænska lögreglan hefur handtekið einn mann vegna ránsins á auðjöfrinum Fabian Bengtsson sem nýlega var sleppt úr haldi eftir sautján daga fangavist. 11.2.2005 00:01
Páfi situr líklega áfram Heimildarmenn innan Vatíkansins segja engin teikn á lofti um að Jóhannes Páll páfi ætli að stíga af stólinum alveg á næstunni. Páfi sneri í gærkvöldi aftur til Vatíkansins eftir tíu daga dvöl á sjúkrahúsi. 11.2.2005 00:01
Sjálfsmorðsárás fyrir utan mosku Yfir tuttugu manns liggja í valnum eftir árásir öfgamanna í Írak í morgun. Sjálfsmorðssprengja sprakk fyrir utan mosku á háannatíma en föstudagar eru bænadagar múslíma. Þá gerðu byssumenn árás inn í bakarí. Báðar þessar árásir voru í Bagdad. 11.2.2005 00:01
Lyfjarannsóknum hætt Þrátt fyrir að milljónir offitusjúklinga víða um heim bíði með öndina í hálsinum eftir undrameðali gegn sjúkdómnum gengur afar illa að framleiða slíkt lyf og nú hafa tvö stór lyfjafyrirtæki hætt rannsóknum á lyfjum sem bjartsýni ríkti yfir. 11.2.2005 00:01
Nýnasistar vanvirða minninguna Yfirvöld í Þýskalandi áforma að setja enn frekari hömlur á samkomur og hægri öfgahópa í landinu en nú er. Tilefnið er að nýnasistar undirbúa nú fjöldasamkomu í næsta nágrenni við minnisvarða um helförina. 11.2.2005 00:01
N-Kórea krafðist viðræðna Norður-Kórea krafðist í dag tvíhliða viðræðna við Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína. Kóreumenn tilkynntu í gær að þeir hefðu þegar smíðað kjarnorkusprengjur sem væru tilbúnar til notkunar. 11.2.2005 00:01
Nýfæddu barni fleygt út úr bíl Nýfæddu barni var fleygt út úr bíl í Flórída í gærdag. Naflastrengurinn var enn á barninu og það var löðrandi í legvatni. 11.2.2005 00:01
Palestínumenn hætti árásum Forseti Palestínumanna krafðist þess í dag að herskáar hreyfingar Palestínumanna hættu strax öllum árásum á Ísraela. Forsetinn hefur rekið níu foringja úr öryggissveitum sínum. 11.2.2005 00:01
Seint fyrnast fornar ástir Karl Bretaprins hefur tilkynnt að hann ætli að kvænast unnustu sinni til margra ára, Camillu Parker Bowles, en hún verður þó aldrei drottning heldur mun hún fá titilinn eiginkona konungs. Almenningur virðist ánægður með ákvörðunina en stór hluti bresku þjóðarinnar er þó tregur til að fyrirgefa meðferðina á lafði Díönu. Því sigla skötuhjúin milli skers og báru með ráðahagnum. 11.2.2005 00:01
Handtekinn vegna Bengtsson ránsins Maður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að eiga þátt í ráninu á Fabian Bengtsson. Annar maður sem handtekinn var í Austurríki grunaður um aðild að ráninu átti ekki þátt í því, að sögn austurrísku lögreglunnar, en reyndi að hafa peninga af fjölskyldu Bengtssons með því að látast vera einn mannræningjanna. 11.2.2005 00:01
Óánægð með störf Bush Meira en helmingur Bandaríkjamanna er ósáttur við frammistöðu George W. Bush í embætti Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. Mest er óánægjan hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt. 11.2.2005 00:01
Rumsfeld hvetur Íraka Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsótti í dag þjálfunarbúðir írakskra öryggissveita. Í ávarpi sem hann flutti við komuna sagði hann að Írakar yrðu sjálfir að taka við öryggismálum sínum eins fljótt og auðið yrði. 11.2.2005 00:01
Nýbura kastað út úr bíl Ungt barn liggur illa haldið á sjúkrahúsi í Norður-Lauderdale í Flórída eftir að hafa verið kastað út úr bíl. Læknar telja að barnið hafi aðeins verið klukkutíma gamalt þegar því var kastað úr bílnum og var fæðingarstrengurinn enn á sínum stað þegar barnið fannst. 11.2.2005 00:01
Skipulagði hópsjálfsmorð Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að upp komst að hann hafði skipulagt hópsjálfsmorð sem átti að eiga sér stað heima hjá honum á Valentínusardag, 14. febrúar 11.2.2005 00:01
92 kærðir í mútumáli Sænskir saksóknarar hafa ákært 92 einstaklinga í hneykslismáli sem hefur umleikið áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget. 77 starfsmenn Systembolaget hafa verið ákærðir fyrir að þiggja mútur og fimmtán starfsmenn þriggja birgja hafa verið ákærðir fyrir að greiða eða bjóða mútur.</font /> 11.2.2005 00:01
Bretar vilja að Karl giftist Nær tveir af hverjum þremur Bretum eru sáttir við ákvörðun Karls prins um að kvænast Camillu Parker Bowles en vel innan við helmingur vill að hann verði næsti konungur Bretlands. 11.2.2005 00:01
Afríku skortir ungt áræði Vandamál afrískra ungmenna eru að þau hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórnvöldum. </font /></b /> 11.2.2005 00:01
Í framboð úr fangelsi Borgarstjórinn í Mexíkóborg hótaði því að fara í forsetaframboð úr fangelsisklefa ef hann yrði dreginn fyrir dómstól og dæmdur í fangelsi. 11.2.2005 00:01
Deilt um úlfaveiðar í Noregi Harðar deilur eru um það í Noregi hvort eigi að leyfa að skjóta úlfa. Borgarbúar vilja banna það en fólk til sveita segir að borgarbúarnir hafi ekkert vit á málinu. 11.2.2005 00:01
Stunginn á útsölu IKEA í Lundúnum Einn maður var stunginn og fimm fluttir á sjúkrahús eftir mikla ringulreið á opnunarútsölu IKEA í Lundúnum í gærkvöldi. Þúsundir manna voru mættar fyrir utan búðina laust fyrir miðnætti þegar opnað var. Auk fyrrgreindra afleiðinga hlutu tuttugu og tveir minni háttar meiðsli í kjölfar stympinga á opnunarútsölunni. 10.2.2005 00:01
Bjartsýni lykill að langlífi Leiðin að langlífi er að líta lífið björtum augum og elska náunga sinn. Þetta er samdóma álit hóps Kúbumanna yfir hundrað ára sem kom saman í gær. Læknar, næringarfræðingar og fleiri sérfræðingar áttu fund með hópnum í gær til þess að reyna að komast að því hver væri lykillinn að langlífi. Sumir sögðust þakka vinnusemi langlífið og aðrir miklu grænmetisáti. 10.2.2005 00:01
Ótti vegna skjálfta í Aceh-héraði Mikil skelfing greip um sig meðal íbúa á Aceh-héraði á Indónesíu í gær þegar jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók svæðið. Fólk hljóp upp á hæðir og lögreglumenn og hermenn kölluðu í gegnum gjallarhorn og vöruðu fólk við flóðbylgjum. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli eða tjóni á byggingum í kjölfar skjálftans. 10.2.2005 00:01
Norður-Kóreumenn eiga kjarnavopn Stjórnvöld í Norður-Kóreu lýstu því yfir í morgun að þau hafi látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna og tilraunum þeirra til að einangra landið. Jafnframt hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu hætt þátttöku í viðræðum sex þjóða sem miðuðu að því að takmarka framþróun kjarnorkumála í landinu þannig að þar yrðu ekki smíðuð kjarnorkuvopn. 10.2.2005 00:01
Fundi frestað vegna árása Fundi Palestínumanna og Ísraela um öryggismál var frestað fyrir stundu eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna létu vörpusprengjum rigna yfir landnemabyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu í morgun. Háttsettur palestínskur embættismaður sagði að Ísraelar hefðu beðið um að fundinum yrði frestað. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður haldinn. 10.2.2005 00:01
Landamærum Íraks lokað í fimm daga Öllum landamærum að Írak verður lokað í fimm daga í næstu viku af öryggisástæðum. Ekki var gefin nein ástæða fyrir lokuninni en líklega er hún vegna þess að þá nær hámarki hin árlega trúarhátíð sjíta. Á síðasta ári voru gerðar fjölmargar sjálfsmorðsárásir á þessari hátíð, sem kostuðu yfir 170 manns lífið. Árásarmennirnir voru súnnímúslimar sem réðu lögum og lofum í landinu meðan Saddam Hussein var við völd. 10.2.2005 00:01
Vilja fleiri NATO-hermenn í gæslu Bandaríkin munu fara fram á það í dag að bandalagsþjóðir NATO leggi til fleiri hermenn til gæslustarfa í Afganistan og Írak. Forystumenn í gömlu Evrópu eru ekki hrifnir. 10.2.2005 00:01
Fái Norður-Kóreu aftur að borðinu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, býst við að hægt verði að fá Norður-Kóreumenn aftur að samningaborðinu vegna kjarnorkumála landsins, en Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í dag að þeir hefðu látið smíða kjarnorkuvopn til þess að verjast yfirgangi Bandaríkjamanna. 10.2.2005 00:01
Ævintýri lesin í síma Hollendingar fara nú ótroðnar slóðir í að kynna börnum ævintýri. Búið er að koma á fót símaþjónustu í landinu þangað sem börn geta hringt og hlustað á Rauðhettu og fleiri gömul ævintýri fyrir litlar 450 krónur, eða svipaða upphæð og ævintýrabók kostar í bókabúð. Valið stendur á milli fjögurra ævintýra en skipt er reglulega um sögur hjá símaþjónustunni. 10.2.2005 00:01
Abbas rekur öryggismálafulltrúa Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, rak í dag þrjá yfirmenn öryggismála eftir að vopnahlé við Ísrael var brotið í tvígang. Uppreisnarmenn skutu vörpusprengjum á landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu og þá réðst hópur byssumanna inn í fangelsi á Gaza-svæðinu og drap þrjá fanga í deilum tveggja klíkna. 10.2.2005 00:01
Sýklalyfjanotkun veldur vandræðum Mikil ávísun sýklalyfja í suðurhluta Evrópu veldur því að þar verða til sífellt fleiri sýklar sem eru ónæmir fyrir lyfjunum. Í nýrri, viðamikilli rannsókn kemur fram að mun fleiri tilfelli með sýklum sem erum ónæmir fyrir sýklalyfjum koma upp í suðurhluta Evrópu en norðurhluta þess þar sem læknar gefa sjaldnar sýklalyf. 10.2.2005 00:01
Ógnarjafnvæginu raskað Norður-Kóreumenn hafa viðurkennt að eiga kjarnorkuvopn. Þau segjast eingöngu ætla að nota vopnin í fælingar- og sjálfsvarnarskyni en engu að síður er staðan uggvænleg. Helst óttast menn að norður-kóresk stjórnvöld muni selja vopnin í hendur öfgasamtaka eða annarra ríkja. 10.2.2005 00:01