Erlent

16 látnir í flóðum í Venesúela

Sextán manns hafa látist af völdum mikilla flóða í Venesúela undanfarna daga. Meira en þúsund hús hafa eyðilagst vegna flóðanna og þúsundir manna hafa neyðst til þess að yfirgefa heimili sín, enda ekkert lát á vatnselgnum. Hugo Chavez, forseti landsins, lýsti því yfir í gær að von væri á ríflega þrem milljörðum króna frá Bandaríkjunum sem nota ætti til aðstoðar við þá sem hafa farið illa út úr flóðunum. Þyrlur og bátar hafa þegar verið send til höfuðborgarinnar, Karakas, til þess að flytja fólk burt frá flóðasvæðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×