Erlent

50 viðvaranir fyrir 11. september

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum fengu að minnsta kosti fimmtíu viðvaranir um að hryðjuverkasamtökin Al-Kaída hyggðust ræna flugvélum, mánuðina á undan árásinni á Tvíburaturnana og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þann 11. september árið 2001. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá nefndinni sem rannsakar árásina þar sem flugmálayfirvöld eru átalin mjög fyrir sofandahátt sinn í aðdraganda árásarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×